Ætla að endurheimta gullið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2016 06:00 Íslensku keppnisliðin hafa æft af kappi síðastliðnar vikur og mánuði fyrir EM í Slóveníu sem hefst eftir rúmar tvær vikur. vísir/Eyþór Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig. Aðrar íþróttir Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar EM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð Evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í fullorðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins. „En við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu keppendur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guðgeirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á EM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverðlauna á EM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er Norma Dögg Róbertsdóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálpast að og þetta hefur verið ofboðslega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði Norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhaldafimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjáröflunarátak, Vertu mEMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósettpappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig.
Aðrar íþróttir Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti