Segir Ögmund vera verkkvíðinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson „Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudaginn. „Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á til samanburðar erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrifuðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur.Ögmundur JónassonVigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verkkvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðsmann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrrverandi ráðherra úr þessari ríkisstjórn tekur það ekki upp.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
„Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudaginn. „Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á til samanburðar erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrifuðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur.Ögmundur JónassonVigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verkkvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðsmann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrrverandi ráðherra úr þessari ríkisstjórn tekur það ekki upp.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira