Dýr atkvæði Davíðs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2016 07:00 Kostnaður við fjögur dýrustu framboðin Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magnason fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabaráttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosningabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þúsund atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kostaði um hálfa milljón króna en framboð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðardóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magnason fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabaráttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosningabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þúsund atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kostaði um hálfa milljón króna en framboð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðardóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira