Ban Ki-moon væntanlegur til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2016 10:50 Ban Ki-moon hefur áður komið til Íslands. Vísir/Arnþór Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Mun hann flytja stefnuræðu á þingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið verður í Hörpu 7. - 9. október. Þá mun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands einnig flytja stefnuræðu en ráðherrar frá ýmsum löndum, forystumenn vísindastofnana, atvinnulífs, heimsþekktra umhverfissamtaka og frumbyggjasamfélaga taka þátt í störfum þingsins. Ban Ki-moon, hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er hann tók við af Kofi Annan. Gegndi hann áður embætti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Mun hann láta af störfum í árslok en kosning á nýjum framkvæmdastjóra SÞ stendur nú yfir. Hefur hann áður komið til Íslands en árið 2013 kom hann hingað til lands í boði Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra og átti hann fundi með helstu ráðamönnum landsins. Arctic Circle hefur á fáeinum árum orðið stærsti árlegi alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða en á þinginu í ár verður gerð grein fyrir áherslum ríkisstjórnar Barack Obama í formennskutíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu, þróun Yamal Nenets, eins helsta norðursvæðis Rússlands, og stefnu Rússlands í málefnum Norðurslóða. Þá verður einnig greint frá áherslum kanadískra, norskra og danskra stjórnvalda og stofnana, sýn ríkisstjórna Grænlands og Færeyja sem og baráttumálum alþjóðlegu umhverfissamtakanna World Wildlife Fund og Greenpeace. Sérstakar málstofur verða um framlag stjórnvalda og rannsóknarstofnana í Sviss og Hollandi til þróunar Norðurslóða. Hringborð norðurslóða Sameinuðu þjóðirnar Norðurslóðir Tengdar fréttir Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er væntanlegur til landsins í næsta mánuði. Mun hann flytja stefnuræðu á þingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið verður í Hörpu 7. - 9. október. Þá mun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands einnig flytja stefnuræðu en ráðherrar frá ýmsum löndum, forystumenn vísindastofnana, atvinnulífs, heimsþekktra umhverfissamtaka og frumbyggjasamfélaga taka þátt í störfum þingsins. Ban Ki-moon, hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 er hann tók við af Kofi Annan. Gegndi hann áður embætti utanríkisráðherra Suður-Kóreu. Mun hann láta af störfum í árslok en kosning á nýjum framkvæmdastjóra SÞ stendur nú yfir. Hefur hann áður komið til Íslands en árið 2013 kom hann hingað til lands í boði Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra og átti hann fundi með helstu ráðamönnum landsins. Arctic Circle hefur á fáeinum árum orðið stærsti árlegi alþjóðlegi vettvangur um málefni Norðurslóða en á þinginu í ár verður gerð grein fyrir áherslum ríkisstjórnar Barack Obama í formennskutíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu, þróun Yamal Nenets, eins helsta norðursvæðis Rússlands, og stefnu Rússlands í málefnum Norðurslóða. Þá verður einnig greint frá áherslum kanadískra, norskra og danskra stjórnvalda og stofnana, sýn ríkisstjórna Grænlands og Færeyja sem og baráttumálum alþjóðlegu umhverfissamtakanna World Wildlife Fund og Greenpeace. Sérstakar málstofur verða um framlag stjórnvalda og rannsóknarstofnana í Sviss og Hollandi til þróunar Norðurslóða.
Hringborð norðurslóða Sameinuðu þjóðirnar Norðurslóðir Tengdar fréttir Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Íslands. Mikil viðhöfn er í kringum heimsóknina sem hófst á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. 2. júlí 2013 12:09
Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00