Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2013 12:09 Blíðskaparveður tók á móti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon þegar hann heimsótti Alþingi klukkan 10 í morgun. MYND/ARNÞÓR Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira