Frumþjónusta í heilbrigðiskerfinu Oddur Steinarsson skrifar 2. september 2016 07:00 Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilbrigðismál Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun