Frumþjónusta í heilbrigðiskerfinu Oddur Steinarsson skrifar 2. september 2016 07:00 Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilbrigðismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í umræðunni um heilbrigðismál á Íslandi er mest rætt um sjúkrahús. Sjúkrahús eru kostnaðarsöm bæði í byggingu og rekstri. Það er því mikilvægt fyrir samfélagið að skoða heilbrigðiskerfið í heild sinni. Undanfarna áratugi hefur náðst mikill árangur í heilbrigðisþjónustu, sem kallar á nýjar nálganir í veitingu hennar. Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan lífsstílstengdir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Spítalainnlagnir eru styttri en áður og meðferðarmöguleikar í nærumhverfi einstaklinga mun meiri. Í Svíþjóð lifir önnur hver kona heilbrigðum lífsstíl og þriðji hver maður. Velta má fyrir sér hvort hlutfallið hér á landi sé svipað eða jafnvel lægra. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru 80% af kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum tengd óheilbrigðum lífsstíl. Þar er því haldið fram að koma megi í veg fyrir um 30% af krabbameinstilfellum með heilbrigðum lífsstíl. Heilbrigðar matarvenjur, reglubundin hreyfing, kjörþyngd og að reykja ekki getur komið í veg fyrir eða seinkað þróun á sykursýki týpu 2. Lifa lengur Einstaklingar sem lifa heilbrigðum lífsstíl lifa einnig að meðaltali um 14 árum lengur en þeir sem ekki gera það. Jafnvel þeir sem eru komnir með sjúkdóm geta bætt horfur sínar verulega með heilbrigðum lífsstíl. Þannig getur sjúklingur sem hefur fengið bráðan kransæðasjúkdóm minnkað áhættuna á nýju hjartaáfalli um 74% strax eftir 6 mánuði ef hann tileinkar sér heilbrigðan lífsstíl í samanburði við þann sem ekki gerir það. Frumþjónustan í heilbrigðiskerfinu gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag. Fræðsla og forvarnir sjúkdóma eru mikilvægir þættir. Í heilsugæslunni hefur hreyfiseðill verið innleiddur á landsvísu að frumkvæði Jóns Steinars Jónssonar, lektors í heimilislækningum. Þetta er eitt gott dæmi um aðgerðir til að mæta þeim áskorunum varðandi lífsstílssjúkdóma sem við erum að fást við. Efling frumþjónustunnar er lykilatriðið að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að mæta þessum áskorunum. Samræming, samhæfing, fjölgun fagstétta og bætt aðgengi að heilsugæslunni er það sem efla þarf. Þau skref sem verið er að taka nú til uppbyggingar heilsugæslunnar eru í samræmi við þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Sem dæmi um þetta er að sálfræðingum fjölgar nú innan raða heilsugæslunnar, hjúkrunarfræðingar bæta við sig verkefnum, nýjar heilsugæslur eru í burðarliðnum og ef þróunin verður í takt við önnur norræn ríki mun læknum einnig fjölga sem velja sér heimilislækningar. Við forgangsröðun á fjármagni í heilbrigðisþjónustunni er mikilvægt að horfa ekki einungis til sjúkrahúsa heldur hafa heilsugæsluna framar í forgangsröðuninni, og þannig fyrirbyggingu frekar en lagfæringu að leiðarljósi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar