Sveppir gera góðan mat betri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2016 08:15 Sveppabrauðinu góða kynntist Ása fyrst er hún fór sem fararstjóri með sænsku sveppaáhugafólki um Ísland. "Við hentum sveppum í kokkinn fyrir kvöldmat og sögðum: Búðu til úr þessu og hann setti sveppi í allt.“ Vísir/Anton Brink Sveppir eru eftirsóknarverðir vegna bragðgæðanna, fyrst og fremst. Þeir gera góðan mat betri. Svo eru þeir líka hollir, að mestu leyti trefjar og vatn og með smá af snefilefnum og vítamínum.“ Þetta segir Ása Margrét Ásgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur sem fræg er fyrir námskeið og bækur um sveppi í íslenskri náttúru. „Ég hef haft áhuga á sveppum í um 40 ár. Hann bara kom, hefur vaxið og vaxið og heltekur mig í ágústmánuði,“ lýsir hún og leikur sér að því að nota sveppina á nýstárlegan hátt.Ása með lerkisvepp, kúalubba, furusvepp og lyngflosa sem hún tíndi í sumarbústaðalandinu sínu.Sveppabrauð Nota má ferska, frysta eða þurrkaða sveppi. 400 g ferskir sveppir sneiddir smátt. Settir fyrst á þurra pönnu og mesta vatninu sem kemur úr þeim hellt af, þeir eru síðan steiktir í góðri matarolíu. 40 g þurrkaðir sveppir Þá þarf að leggja í bleyti í 1 til 2 tíma fyrst og hella vatninu frá fyrir steikingu. Saltið og piprið örlítið. Látið kólna. Deig 1 bréf þurrger (11,8 g) 3 dl volgt vatn 1 tsk. salt 1 tsk. hunang 2 msk. ólífuolía 4 dl hveiti fyrir brauðgerð 3 dl heilhveiti Þurrgerið má leysa upp í volgu vatninu. Einnig má strá gerinu beint út í hveitiblönduna. Blandið saman í hrærivélarskál öllu hráefni, notið hnoðara og hrærið þar til allt er samlagað – mjög stutta stund. Látið rakan klút yfir hrærivélina og látið deigið hefast í 40 mínútur. Blandið steiktu sveppunum saman við deigið og hnoðið lítillega. Útlitinu getið þið ráðið en ég hnoðaði í litlar bollur sem saman mynda svepp. Seinni hefun á bökunarpönnu tekur 30 mínútur. Penslið yfir brauðið með olíu og bakið í 20 mínútur við 200° C hita eða þar til brauðið er fullbakað.Líkt og pestó en basilíkunni skipt út fyrir sveppi.Vísir/Anton BrinkSveppamauk 40 g þurrkaðir sveppir Furuhnetur 1 pakki (70 g) 1 dl rifinn parmesan-ostur 1 og ½ dl ólífuolía Salt, pipar og timjan eftir smekk. Látið sveppina liggja í bleyti í 1 til 2 tíma, hellið vatninu af og steikið sveppina í olíu smá stund. Kryddið með timjan. Setjið sveppi, furuhnetur og parmesanost í matvinnsluvél og maukið. Hellið olíunni í á meðan vélin gengur, þar til maukið er hæfilega þykkt. Saltið og piprið eftir smekk.Barnabörnin elska svona millimál.Quesadilla með sveppum 300 g ferskir sveppir eða handfylli af þurrkuðum sveppum fyrir hverjar 2 tortilla-kökur 1-2 hvítlauksrif 1 rauðlaukur 1 söxuð, fersk steinselja olía til steikingar 1 pk. villisveppaostur (150 g) 1 pk. tortilla-heilhveitikökur, minni gerðin (það eru 8 kökur í pakka) 1 egg pískað í skálÞurrkaðir sveppir eru girnilegir og geymast vel. Fréttablaðið/Anton BrinkSalt og pipar og annað krydd að vild en samt í hófi svo sveppabragðið njóti sín. Það má auka fyllinguna með því að mauka 1 soðna kalda kartöflu eða 1 brauðsneið án skorpu saman við. Steikið sveppina í olíu ásamt hvítlauk, rauðlauk og steinselju. Kryddið að vild. Skerið ostinn í bita. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið saman í örstutta stund. Tortilla-kökurnar eru penslaðar vel með pískuðu eggi á þær hliðar sem leggjast saman. Fyllingin sett á aðra kökuna og hin leggst ofan á. Sett á heitt mínútugrill í nokkrar mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegar bökunarrendur. Þessar kökur má líka baka í ofni, grilli eða á pönnu en þá þarf að snúa þeim við. Borðað heitt eða kalt við öll möguleg tækifæri. Túnkempa er frábær í þennan rétt.Bakaðir sveppahattar 8 ferskir sveppahattar, meðalstórir 50 g smjör 2 hvítlauksrif, smátt söxuð fersk steinselja salt og pipar ostur, t.d. gráðostur, dalayrja eða camembert Skerið stafina frá, saxið smátt og steikið í smjöri ásamt hvítlauk og steinselju. Penslið hattana með bræddu smjöri bæði að utan og innan. Setjið þá í eldfast fat með kúptu hliðina niður og fyllinguna í þá. Skerið ostinn í hæfilega stóra bita og setjið ofan á fyllinguna. Bakið í 200°C hita í 5 til 6 mínútur eða þar til sveppirnir eru meyrir og osturinn bráðinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september 2016. Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Sveppir eru eftirsóknarverðir vegna bragðgæðanna, fyrst og fremst. Þeir gera góðan mat betri. Svo eru þeir líka hollir, að mestu leyti trefjar og vatn og með smá af snefilefnum og vítamínum.“ Þetta segir Ása Margrét Ásgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur sem fræg er fyrir námskeið og bækur um sveppi í íslenskri náttúru. „Ég hef haft áhuga á sveppum í um 40 ár. Hann bara kom, hefur vaxið og vaxið og heltekur mig í ágústmánuði,“ lýsir hún og leikur sér að því að nota sveppina á nýstárlegan hátt.Ása með lerkisvepp, kúalubba, furusvepp og lyngflosa sem hún tíndi í sumarbústaðalandinu sínu.Sveppabrauð Nota má ferska, frysta eða þurrkaða sveppi. 400 g ferskir sveppir sneiddir smátt. Settir fyrst á þurra pönnu og mesta vatninu sem kemur úr þeim hellt af, þeir eru síðan steiktir í góðri matarolíu. 40 g þurrkaðir sveppir Þá þarf að leggja í bleyti í 1 til 2 tíma fyrst og hella vatninu frá fyrir steikingu. Saltið og piprið örlítið. Látið kólna. Deig 1 bréf þurrger (11,8 g) 3 dl volgt vatn 1 tsk. salt 1 tsk. hunang 2 msk. ólífuolía 4 dl hveiti fyrir brauðgerð 3 dl heilhveiti Þurrgerið má leysa upp í volgu vatninu. Einnig má strá gerinu beint út í hveitiblönduna. Blandið saman í hrærivélarskál öllu hráefni, notið hnoðara og hrærið þar til allt er samlagað – mjög stutta stund. Látið rakan klút yfir hrærivélina og látið deigið hefast í 40 mínútur. Blandið steiktu sveppunum saman við deigið og hnoðið lítillega. Útlitinu getið þið ráðið en ég hnoðaði í litlar bollur sem saman mynda svepp. Seinni hefun á bökunarpönnu tekur 30 mínútur. Penslið yfir brauðið með olíu og bakið í 20 mínútur við 200° C hita eða þar til brauðið er fullbakað.Líkt og pestó en basilíkunni skipt út fyrir sveppi.Vísir/Anton BrinkSveppamauk 40 g þurrkaðir sveppir Furuhnetur 1 pakki (70 g) 1 dl rifinn parmesan-ostur 1 og ½ dl ólífuolía Salt, pipar og timjan eftir smekk. Látið sveppina liggja í bleyti í 1 til 2 tíma, hellið vatninu af og steikið sveppina í olíu smá stund. Kryddið með timjan. Setjið sveppi, furuhnetur og parmesanost í matvinnsluvél og maukið. Hellið olíunni í á meðan vélin gengur, þar til maukið er hæfilega þykkt. Saltið og piprið eftir smekk.Barnabörnin elska svona millimál.Quesadilla með sveppum 300 g ferskir sveppir eða handfylli af þurrkuðum sveppum fyrir hverjar 2 tortilla-kökur 1-2 hvítlauksrif 1 rauðlaukur 1 söxuð, fersk steinselja olía til steikingar 1 pk. villisveppaostur (150 g) 1 pk. tortilla-heilhveitikökur, minni gerðin (það eru 8 kökur í pakka) 1 egg pískað í skálÞurrkaðir sveppir eru girnilegir og geymast vel. Fréttablaðið/Anton BrinkSalt og pipar og annað krydd að vild en samt í hófi svo sveppabragðið njóti sín. Það má auka fyllinguna með því að mauka 1 soðna kalda kartöflu eða 1 brauðsneið án skorpu saman við. Steikið sveppina í olíu ásamt hvítlauk, rauðlauk og steinselju. Kryddið að vild. Skerið ostinn í bita. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið saman í örstutta stund. Tortilla-kökurnar eru penslaðar vel með pískuðu eggi á þær hliðar sem leggjast saman. Fyllingin sett á aðra kökuna og hin leggst ofan á. Sett á heitt mínútugrill í nokkrar mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegar bökunarrendur. Þessar kökur má líka baka í ofni, grilli eða á pönnu en þá þarf að snúa þeim við. Borðað heitt eða kalt við öll möguleg tækifæri. Túnkempa er frábær í þennan rétt.Bakaðir sveppahattar 8 ferskir sveppahattar, meðalstórir 50 g smjör 2 hvítlauksrif, smátt söxuð fersk steinselja salt og pipar ostur, t.d. gráðostur, dalayrja eða camembert Skerið stafina frá, saxið smátt og steikið í smjöri ásamt hvítlauk og steinselju. Penslið hattana með bræddu smjöri bæði að utan og innan. Setjið þá í eldfast fat með kúptu hliðina niður og fyllinguna í þá. Skerið ostinn í hæfilega stóra bita og setjið ofan á fyllinguna. Bakið í 200°C hita í 5 til 6 mínútur eða þar til sveppirnir eru meyrir og osturinn bráðinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september 2016.
Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira