Sveppir gera góðan mat betri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2016 08:15 Sveppabrauðinu góða kynntist Ása fyrst er hún fór sem fararstjóri með sænsku sveppaáhugafólki um Ísland. "Við hentum sveppum í kokkinn fyrir kvöldmat og sögðum: Búðu til úr þessu og hann setti sveppi í allt.“ Vísir/Anton Brink Sveppir eru eftirsóknarverðir vegna bragðgæðanna, fyrst og fremst. Þeir gera góðan mat betri. Svo eru þeir líka hollir, að mestu leyti trefjar og vatn og með smá af snefilefnum og vítamínum.“ Þetta segir Ása Margrét Ásgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur sem fræg er fyrir námskeið og bækur um sveppi í íslenskri náttúru. „Ég hef haft áhuga á sveppum í um 40 ár. Hann bara kom, hefur vaxið og vaxið og heltekur mig í ágústmánuði,“ lýsir hún og leikur sér að því að nota sveppina á nýstárlegan hátt.Ása með lerkisvepp, kúalubba, furusvepp og lyngflosa sem hún tíndi í sumarbústaðalandinu sínu.Sveppabrauð Nota má ferska, frysta eða þurrkaða sveppi. 400 g ferskir sveppir sneiddir smátt. Settir fyrst á þurra pönnu og mesta vatninu sem kemur úr þeim hellt af, þeir eru síðan steiktir í góðri matarolíu. 40 g þurrkaðir sveppir Þá þarf að leggja í bleyti í 1 til 2 tíma fyrst og hella vatninu frá fyrir steikingu. Saltið og piprið örlítið. Látið kólna. Deig 1 bréf þurrger (11,8 g) 3 dl volgt vatn 1 tsk. salt 1 tsk. hunang 2 msk. ólífuolía 4 dl hveiti fyrir brauðgerð 3 dl heilhveiti Þurrgerið má leysa upp í volgu vatninu. Einnig má strá gerinu beint út í hveitiblönduna. Blandið saman í hrærivélarskál öllu hráefni, notið hnoðara og hrærið þar til allt er samlagað – mjög stutta stund. Látið rakan klút yfir hrærivélina og látið deigið hefast í 40 mínútur. Blandið steiktu sveppunum saman við deigið og hnoðið lítillega. Útlitinu getið þið ráðið en ég hnoðaði í litlar bollur sem saman mynda svepp. Seinni hefun á bökunarpönnu tekur 30 mínútur. Penslið yfir brauðið með olíu og bakið í 20 mínútur við 200° C hita eða þar til brauðið er fullbakað.Líkt og pestó en basilíkunni skipt út fyrir sveppi.Vísir/Anton BrinkSveppamauk 40 g þurrkaðir sveppir Furuhnetur 1 pakki (70 g) 1 dl rifinn parmesan-ostur 1 og ½ dl ólífuolía Salt, pipar og timjan eftir smekk. Látið sveppina liggja í bleyti í 1 til 2 tíma, hellið vatninu af og steikið sveppina í olíu smá stund. Kryddið með timjan. Setjið sveppi, furuhnetur og parmesanost í matvinnsluvél og maukið. Hellið olíunni í á meðan vélin gengur, þar til maukið er hæfilega þykkt. Saltið og piprið eftir smekk.Barnabörnin elska svona millimál.Quesadilla með sveppum 300 g ferskir sveppir eða handfylli af þurrkuðum sveppum fyrir hverjar 2 tortilla-kökur 1-2 hvítlauksrif 1 rauðlaukur 1 söxuð, fersk steinselja olía til steikingar 1 pk. villisveppaostur (150 g) 1 pk. tortilla-heilhveitikökur, minni gerðin (það eru 8 kökur í pakka) 1 egg pískað í skálÞurrkaðir sveppir eru girnilegir og geymast vel. Fréttablaðið/Anton BrinkSalt og pipar og annað krydd að vild en samt í hófi svo sveppabragðið njóti sín. Það má auka fyllinguna með því að mauka 1 soðna kalda kartöflu eða 1 brauðsneið án skorpu saman við. Steikið sveppina í olíu ásamt hvítlauk, rauðlauk og steinselju. Kryddið að vild. Skerið ostinn í bita. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið saman í örstutta stund. Tortilla-kökurnar eru penslaðar vel með pískuðu eggi á þær hliðar sem leggjast saman. Fyllingin sett á aðra kökuna og hin leggst ofan á. Sett á heitt mínútugrill í nokkrar mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegar bökunarrendur. Þessar kökur má líka baka í ofni, grilli eða á pönnu en þá þarf að snúa þeim við. Borðað heitt eða kalt við öll möguleg tækifæri. Túnkempa er frábær í þennan rétt.Bakaðir sveppahattar 8 ferskir sveppahattar, meðalstórir 50 g smjör 2 hvítlauksrif, smátt söxuð fersk steinselja salt og pipar ostur, t.d. gráðostur, dalayrja eða camembert Skerið stafina frá, saxið smátt og steikið í smjöri ásamt hvítlauk og steinselju. Penslið hattana með bræddu smjöri bæði að utan og innan. Setjið þá í eldfast fat með kúptu hliðina niður og fyllinguna í þá. Skerið ostinn í hæfilega stóra bita og setjið ofan á fyllinguna. Bakið í 200°C hita í 5 til 6 mínútur eða þar til sveppirnir eru meyrir og osturinn bráðinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september 2016. Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Sveppir eru eftirsóknarverðir vegna bragðgæðanna, fyrst og fremst. Þeir gera góðan mat betri. Svo eru þeir líka hollir, að mestu leyti trefjar og vatn og með smá af snefilefnum og vítamínum.“ Þetta segir Ása Margrét Ásgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur sem fræg er fyrir námskeið og bækur um sveppi í íslenskri náttúru. „Ég hef haft áhuga á sveppum í um 40 ár. Hann bara kom, hefur vaxið og vaxið og heltekur mig í ágústmánuði,“ lýsir hún og leikur sér að því að nota sveppina á nýstárlegan hátt.Ása með lerkisvepp, kúalubba, furusvepp og lyngflosa sem hún tíndi í sumarbústaðalandinu sínu.Sveppabrauð Nota má ferska, frysta eða þurrkaða sveppi. 400 g ferskir sveppir sneiddir smátt. Settir fyrst á þurra pönnu og mesta vatninu sem kemur úr þeim hellt af, þeir eru síðan steiktir í góðri matarolíu. 40 g þurrkaðir sveppir Þá þarf að leggja í bleyti í 1 til 2 tíma fyrst og hella vatninu frá fyrir steikingu. Saltið og piprið örlítið. Látið kólna. Deig 1 bréf þurrger (11,8 g) 3 dl volgt vatn 1 tsk. salt 1 tsk. hunang 2 msk. ólífuolía 4 dl hveiti fyrir brauðgerð 3 dl heilhveiti Þurrgerið má leysa upp í volgu vatninu. Einnig má strá gerinu beint út í hveitiblönduna. Blandið saman í hrærivélarskál öllu hráefni, notið hnoðara og hrærið þar til allt er samlagað – mjög stutta stund. Látið rakan klút yfir hrærivélina og látið deigið hefast í 40 mínútur. Blandið steiktu sveppunum saman við deigið og hnoðið lítillega. Útlitinu getið þið ráðið en ég hnoðaði í litlar bollur sem saman mynda svepp. Seinni hefun á bökunarpönnu tekur 30 mínútur. Penslið yfir brauðið með olíu og bakið í 20 mínútur við 200° C hita eða þar til brauðið er fullbakað.Líkt og pestó en basilíkunni skipt út fyrir sveppi.Vísir/Anton BrinkSveppamauk 40 g þurrkaðir sveppir Furuhnetur 1 pakki (70 g) 1 dl rifinn parmesan-ostur 1 og ½ dl ólífuolía Salt, pipar og timjan eftir smekk. Látið sveppina liggja í bleyti í 1 til 2 tíma, hellið vatninu af og steikið sveppina í olíu smá stund. Kryddið með timjan. Setjið sveppi, furuhnetur og parmesanost í matvinnsluvél og maukið. Hellið olíunni í á meðan vélin gengur, þar til maukið er hæfilega þykkt. Saltið og piprið eftir smekk.Barnabörnin elska svona millimál.Quesadilla með sveppum 300 g ferskir sveppir eða handfylli af þurrkuðum sveppum fyrir hverjar 2 tortilla-kökur 1-2 hvítlauksrif 1 rauðlaukur 1 söxuð, fersk steinselja olía til steikingar 1 pk. villisveppaostur (150 g) 1 pk. tortilla-heilhveitikökur, minni gerðin (það eru 8 kökur í pakka) 1 egg pískað í skálÞurrkaðir sveppir eru girnilegir og geymast vel. Fréttablaðið/Anton BrinkSalt og pipar og annað krydd að vild en samt í hófi svo sveppabragðið njóti sín. Það má auka fyllinguna með því að mauka 1 soðna kalda kartöflu eða 1 brauðsneið án skorpu saman við. Steikið sveppina í olíu ásamt hvítlauk, rauðlauk og steinselju. Kryddið að vild. Skerið ostinn í bita. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið saman í örstutta stund. Tortilla-kökurnar eru penslaðar vel með pískuðu eggi á þær hliðar sem leggjast saman. Fyllingin sett á aðra kökuna og hin leggst ofan á. Sett á heitt mínútugrill í nokkrar mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegar bökunarrendur. Þessar kökur má líka baka í ofni, grilli eða á pönnu en þá þarf að snúa þeim við. Borðað heitt eða kalt við öll möguleg tækifæri. Túnkempa er frábær í þennan rétt.Bakaðir sveppahattar 8 ferskir sveppahattar, meðalstórir 50 g smjör 2 hvítlauksrif, smátt söxuð fersk steinselja salt og pipar ostur, t.d. gráðostur, dalayrja eða camembert Skerið stafina frá, saxið smátt og steikið í smjöri ásamt hvítlauk og steinselju. Penslið hattana með bræddu smjöri bæði að utan og innan. Setjið þá í eldfast fat með kúptu hliðina niður og fyllinguna í þá. Skerið ostinn í hæfilega stóra bita og setjið ofan á fyllinguna. Bakið í 200°C hita í 5 til 6 mínútur eða þar til sveppirnir eru meyrir og osturinn bráðinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. september 2016.
Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira