Baltasar framleiðir myndina ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni og RVK Studios. Myndin fjallar um lækninn Finn sem lendir í vandræðum eftir að dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni.
Mætingin á forsýninguna var með hreinum ólíkindum og fyllti leikstjórinn og leikarinn Smárabíó eins og það leggur sig. Myndin var sýnd í nokkrum sölum og ræðuhöldum Baltasars var varpað frá aðalsalnum yfir í hina salina. Mætingin var það góð að ekki var pláss fyrir alla og þurftu gestir frá að hverfa. Öll fengu þau miða á myndina og geta séð Eiðinn síðar.