Einkaviðtal Fréttablaðsins: Hakk og spagettí uppáhaldsmatur Justin Bieber Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. september 2016 14:15 Justin Bieber kemur fram á tónleikum í Kórnum í Kópavogi í kvöld og annað kvöld. vísir/getty Hinn klassíski ítalski réttur, Spaghetti Bolognese, eða hakk og spagettí er uppáhaldsmatur poppstjörnunnar Justin Bieber. Þetta kemur fram í einkaviðtali Fréttablaðsins við tónlistarmanninn sem birtist í heild sinni í blaðinu á morgun. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk tækifæri til að spyrja Bieber nokkurra spurninga og spurði hann meðal annars um hvað væri uppáhaldsmaturinn hans. Svarið var stutt og laggott: Spaghetti Bolognese. Það er því bara spurning hvort að söngvarinn smakki Spaghetti Bolognese á meðan hann er hér á landi en eins og kunnugt er mun Bieber halda tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi. Þeir fyrri fara fram í kvöld og þeir seinni annað kvöld. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Í viðtali við Fréttablaðið segist Bieber vonast til þess að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber. Hér að neðan má sjá uppskrift Evu Laufeyjar Kjaran að uppáhaldsmat Justin Bieber, Spaghetti Bolognese.Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði 1 msk. ólífuolía 100 g beikon 1 laukur 2 stilkar sellerí 2 hvítlauksrif 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn 1 krukka niðursoðnir tómatar 3 lárviðarlauf 1 msk tómatpúrra fersk basilíka Handfylli fersk steinseljaAðferð: 1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu. 2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið sellerí og lauknum út á pönnuna og steikið, bætið hvítlauknum saman við í lokin. 3. Bætið hakkinu út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. 4. Þegar hakkið er tilbúið þá bætið þið 1 krukku af pastasósu út á pönnuna ásamt nautasoði. 5. Setjið þrjú lárviðarlauf saman við en takið þau upp úr réttinum áður en þið berið hann fram. 6. Saxið niður ferska steinselju og basilíku, sáldrið yfir hakkið. 7. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. 8. Berið fram með Parmesan osti og nóg af honum.Einfalt hvítlauksbrauð 1 baguette brauð ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 dós sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep salt og nýmalaður pipar rifinn Mozzarella ostur nýrifinn Parmesan ostur steinseljaAðferð: 1. Blandið saman sýrðum rjóma, pressuðum hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar í skál. 2. Skerið baguette brauðið eftir endilöngu og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið hvítlauksblöndunni yfir brauðsneiðarnar og sáldrið rifnum osti yfir. 3. Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Saxið niður ferska steinselja og dreifið yfir brauðið þegar það kemur út úr ofninum. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00 Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02 Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Hinn klassíski ítalski réttur, Spaghetti Bolognese, eða hakk og spagettí er uppáhaldsmatur poppstjörnunnar Justin Bieber. Þetta kemur fram í einkaviðtali Fréttablaðsins við tónlistarmanninn sem birtist í heild sinni í blaðinu á morgun. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk tækifæri til að spyrja Bieber nokkurra spurninga og spurði hann meðal annars um hvað væri uppáhaldsmaturinn hans. Svarið var stutt og laggott: Spaghetti Bolognese. Það er því bara spurning hvort að söngvarinn smakki Spaghetti Bolognese á meðan hann er hér á landi en eins og kunnugt er mun Bieber halda tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi. Þeir fyrri fara fram í kvöld og þeir seinni annað kvöld. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Í viðtali við Fréttablaðið segist Bieber vonast til þess að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber. Hér að neðan má sjá uppskrift Evu Laufeyjar Kjaran að uppáhaldsmat Justin Bieber, Spaghetti Bolognese.Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði 1 msk. ólífuolía 100 g beikon 1 laukur 2 stilkar sellerí 2 hvítlauksrif 600 g nautahakk salt og nýmalaður pipar 1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn 1 krukka niðursoðnir tómatar 3 lárviðarlauf 1 msk tómatpúrra fersk basilíka Handfylli fersk steinseljaAðferð: 1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu. 2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið sellerí og lauknum út á pönnuna og steikið, bætið hvítlauknum saman við í lokin. 3. Bætið hakkinu út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. 4. Þegar hakkið er tilbúið þá bætið þið 1 krukku af pastasósu út á pönnuna ásamt nautasoði. 5. Setjið þrjú lárviðarlauf saman við en takið þau upp úr réttinum áður en þið berið hann fram. 6. Saxið niður ferska steinselju og basilíku, sáldrið yfir hakkið. 7. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. 8. Berið fram með Parmesan osti og nóg af honum.Einfalt hvítlauksbrauð 1 baguette brauð ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 dós sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep salt og nýmalaður pipar rifinn Mozzarella ostur nýrifinn Parmesan ostur steinseljaAðferð: 1. Blandið saman sýrðum rjóma, pressuðum hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar í skál. 2. Skerið baguette brauðið eftir endilöngu og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið hvítlauksblöndunni yfir brauðsneiðarnar og sáldrið rifnum osti yfir. 3. Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Saxið niður ferska steinselja og dreifið yfir brauðið þegar það kemur út úr ofninum.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00 Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02 Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00
Hversu vel þekkir þú Bieber? Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga. 8. september 2016 11:02
Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30