Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2016 14:49 Uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum taka mynd af sér við jaðar þorps sem þeir tóku af SDF. Vísir/GETTY Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016 Mið-Austurlönd Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Uppfært 15:30 Þvert á áróður allra aðila hefur vopnahlé í kringum Manbij verið tilkynnt. Um er að ræða vopnahlé á milli SDF og tyrkneska hersins. Ekkert hefur verið gefið upp hvort að uppreisnarmennirnir, sem Tyrkir styðja, komi að vopnahléinu. Bandaríkin komu að samkomulaginu sem felur í sér að báðir aðilar einblýni á baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Sýrlenskir Kúrdar hafa staðfest fréttirnar en Kúrdar hafa ekki tjáð sig.Upprunalega fréttin Tyrkir ætla ekki að hætta árásum sínum gegn sveitum Kúrda í Sýrlandi. Tyrkneskir skriðdrekar, flugvélar og sérsveitarmenn voru sendir til Sýrlands í síðustu viku til að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá landamærum Sýrlands og Tyrklands og stöðva sókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra vesur fyrir Efratána. Bandaríkin, sem styðja við Kúrdana og bandamenn þeirra, gagnrýndu Tyrki í gær og sögðu árásir þeirra ekki beinast gegn ISIS. Þess í stað einblíndu þeir á Kúrdana. Francois Hollande, forseti Frakklands, tók undir þessa gagnrýni í morgun og sagði að inngrip Tyrkja væri líklegt til að auka við óöldina sem ríkir í Sýrlandi. Bandaríkin segja aðgerðir þeirra ógna baráttunni gegn ISIS, en Tyrkir hafa brugðist reiðir við allri gagnrýni á aðgerðirnar sem kallast Efrat skjöldurinn. Tyrkir hafa farið fram á það að Kúrdar hörfi aftur austur fyrir Efratána.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja. Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja sögðu í myndbandi sem tekið var á dögunum að þeir myndu þó ekki hætta sókn sinni fyrr en þeir myndu ná bænum Ayn al-Islam. Ayn al-Islam er nafnið sem vígamenn ISIS gáfu Kobane, sem var mikið í fréttum í fyrra og árið áður. Kobane er hins vegar töluvert austur af Efratáni. Bandaríkin og aðrar þjóðir hafa stutt dyggilega við bakið á sýrlenskum Kúrdum og öðrum sveitum Araba undanfarna mánuði og hefur þeim gengið vel í baráttunni gegn ISIS undir regnhlífarsamtökunum SDF. Þeir hafa náð tökum á stórum svæðum í norðausturhluta Sýrlands og ógna nú jafnvel Raqqa, höfuðvígi ISIS. Sýrlenskir Kúrdar segja að þeir hafi hörfað austur fyrir Efrat, eftir að Bandaríkin fóru fram á það, en Tyrkir og uppreisnarmenn þeirra hafa tekið nokkur þorp suður af landamærabænum Jarablus á undanförnum dögum. Til bardaga hefur komið á milli bandamanna Kúrda í SDF og Tyrkja og þeirra bandamanna. Ástæða þess að Tyrkir eru svo andsnúnir velgengni Kúrda í Sýrlandi er að Kúrdar í Tyrklandi hafa staðið í vopnaðri baráttu um sjálfstæði í Tyrklandi í um þrjá áratugi. Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkasamtök hliðholl PKK í Tyrklandi. Þeir óttast að velgengni þeirra gæti ýtt undir uppreisn Kúrda í Tyrklandi.#BREAKING: Temporary truce reached between Jarablus Military Council and Turkish army, under supervision of global coalition: YPG spokesman— Rudaw English (@RudawEnglish) August 30, 2016
Mið-Austurlönd Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira