Hér er bæði skákmót og fagnaðarfundur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2016 08:15 "Ég hef bara verið verkfæri í höndum Hlyns Þórs Magnússonar við að láta þetta gerast,“ segir Hrafn um Skákmótið á Reykhólum. Vísir/Ernir Þetta er bæði skákmót og fagnaðarfundur til að heiðra minningu Birnu Norðdahl, sem var brautryðjandi í þátttöku kvenna í skák,“ segir Hrafn Jökulsson um viðburð á Reykhólum sem hefst klukkan 14 í dag. Skákmótið er haldið í íþróttahúsinu, viðbyggingu við skólann, og Hrafn segir það glæsilegan mótsstað. „Við eigum von á mörgum gestum og heimamönnum, enda allir velkomnir, hvort sem þeir tefla eða ekki. Þetta verður ábyggilega í fyrsta skipti í skáksögunni sem verðlaun í kvennaflokki verða hærri en karla. Það hefur hingað til verið á hinn veginn.“ Hrafn segir kvennalandsliðið mæta í heild sinni, ein úr hópnum, Guðlaug Þorsteinsdóttir, hafi verið þar samtímis Birnu. „Önnur skákdrottning sem var í landsliðinu með Birnu, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, er hér líka. Þær tvær voru í brautryðjendahópnum sem Birna setti á laggirnar og sá til þess að Íslendingar sendu kvennasveit á Ólympíumót í fyrsta skipti 1978, þær tvær tefldu á slíkum mótum 1978 og 80. Svo eru stúlkur í liðinu núna sem voru ekki fæddar þegar ævintýrið í íslenskri kvennaskák byrjaði.“ Valinkunnir karlkynsmeistarar, eins og Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari, Jón L. Árnason, fyrrverandi heimsmeistari sveina, og Hannes Hlífar Stefánsson, sem oftast allra hefur orðið Íslandsmeistari í skák, verða meðal þátttakenda á mótinu, að sögn Hrafns. „Síðan koma skákmenn úr öllum áttum. Þetta er vel skipað minningarmót og ég hlakka mikið til.“ Hrafn segir alla í sveitinni koma að undirbúningnum, nefnir kvenfélagið, grunnskólann og vinnuskólann en það sé Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður Reykhólavefsins, sem hafi átt frumkvæðið. „Ég hef bara verið verkfæri í höndum hans við að láta þetta gerast.“Birna var á forsíðu tímaritsins Skákar 1991.Hrafn kveðst hafa kynnt sér ævi Birnu og feril og orðið sífellt hrifnari. „Birna var hrífandi og drífandi manneskja, bóndakona og handavinnukona sem bjó í Bakkakoti, í grennd við Rauðhóla ofan við Reykjavík. Hún tefldi á skákmóti árið 1940, 21 árs, en þá hafði kona ekki sést á skákmóti á Íslandi áður. Svo tefldi hún ekki á móti fyrr en vakning varð í kvennaskák á Íslandi um miðjan 8. áratuginn, og loks var byrjað að brjóta niður þann karlamúr sem hefur umlukið skákina alltof mikið. Birna safnaði upp á eigin spýtur farareyri fyrir kvennasveitina alla leið til Argentínu árið 1978 því það var sett sem skilyrði fyrir þátttöku að konurnar söfnuðu fyrir ferðinni sjálfar. Hún dvaldi á Reykhólum síðasta áratug ævinnar, Þar bjó hún til Birnulund, hlóð skjólvegg, smíðaði bekki og gróðursetti plöntur. Nú verður sá lundur endurbættur og steinstétt í honum gerð að taflborði. Dóttir Birnu, Indíana Ólafsdóttir, býr á Reykhólum og hefur haldið uppi merki móður sinnar með því að kenna krökkum í skólanum skák.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Þetta er bæði skákmót og fagnaðarfundur til að heiðra minningu Birnu Norðdahl, sem var brautryðjandi í þátttöku kvenna í skák,“ segir Hrafn Jökulsson um viðburð á Reykhólum sem hefst klukkan 14 í dag. Skákmótið er haldið í íþróttahúsinu, viðbyggingu við skólann, og Hrafn segir það glæsilegan mótsstað. „Við eigum von á mörgum gestum og heimamönnum, enda allir velkomnir, hvort sem þeir tefla eða ekki. Þetta verður ábyggilega í fyrsta skipti í skáksögunni sem verðlaun í kvennaflokki verða hærri en karla. Það hefur hingað til verið á hinn veginn.“ Hrafn segir kvennalandsliðið mæta í heild sinni, ein úr hópnum, Guðlaug Þorsteinsdóttir, hafi verið þar samtímis Birnu. „Önnur skákdrottning sem var í landsliðinu með Birnu, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, er hér líka. Þær tvær voru í brautryðjendahópnum sem Birna setti á laggirnar og sá til þess að Íslendingar sendu kvennasveit á Ólympíumót í fyrsta skipti 1978, þær tvær tefldu á slíkum mótum 1978 og 80. Svo eru stúlkur í liðinu núna sem voru ekki fæddar þegar ævintýrið í íslenskri kvennaskák byrjaði.“ Valinkunnir karlkynsmeistarar, eins og Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari, Jón L. Árnason, fyrrverandi heimsmeistari sveina, og Hannes Hlífar Stefánsson, sem oftast allra hefur orðið Íslandsmeistari í skák, verða meðal þátttakenda á mótinu, að sögn Hrafns. „Síðan koma skákmenn úr öllum áttum. Þetta er vel skipað minningarmót og ég hlakka mikið til.“ Hrafn segir alla í sveitinni koma að undirbúningnum, nefnir kvenfélagið, grunnskólann og vinnuskólann en það sé Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður Reykhólavefsins, sem hafi átt frumkvæðið. „Ég hef bara verið verkfæri í höndum hans við að láta þetta gerast.“Birna var á forsíðu tímaritsins Skákar 1991.Hrafn kveðst hafa kynnt sér ævi Birnu og feril og orðið sífellt hrifnari. „Birna var hrífandi og drífandi manneskja, bóndakona og handavinnukona sem bjó í Bakkakoti, í grennd við Rauðhóla ofan við Reykjavík. Hún tefldi á skákmóti árið 1940, 21 árs, en þá hafði kona ekki sést á skákmóti á Íslandi áður. Svo tefldi hún ekki á móti fyrr en vakning varð í kvennaskák á Íslandi um miðjan 8. áratuginn, og loks var byrjað að brjóta niður þann karlamúr sem hefur umlukið skákina alltof mikið. Birna safnaði upp á eigin spýtur farareyri fyrir kvennasveitina alla leið til Argentínu árið 1978 því það var sett sem skilyrði fyrir þátttöku að konurnar söfnuðu fyrir ferðinni sjálfar. Hún dvaldi á Reykhólum síðasta áratug ævinnar, Þar bjó hún til Birnulund, hlóð skjólvegg, smíðaði bekki og gróðursetti plöntur. Nú verður sá lundur endurbættur og steinstétt í honum gerð að taflborði. Dóttir Birnu, Indíana Ólafsdóttir, býr á Reykhólum og hefur haldið uppi merki móður sinnar með því að kenna krökkum í skólanum skák.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira