Íslenskir þjálfarar hirtu helming verðlaunanna

Guðmundur Guðmundsson er orðinn þjóðhetja í Danmörku eftir að Danir unnu sín fyrstu gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum frá upphafi. Gærdagurinn var því ein stærsta stund í danskri íþróttasögu.
Danir unnu heimsmeistara Frakka sem höfðu unnið gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum á undan og hvert stórmótið á fætur öðru þar fyrir utan.
Íslenskir þjálfarar áttu svo bæði bronsliðin. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera frábæra hluta með þýska landsliðið sem hafði verið í mikilli lægð áður en Dagur tók við liðinu.
Þjóðverjar unnu Pólverja í leiknum um bronsið og kórónuðu þar með frábært ár eftir að hafa orðið afar óvænt Evrópumeistarar í upphafi ársins.
Þá hélt velgengni norska kvennalandsliðsins áfram undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið vann brons eftir að hafa tapað fyrir verðandi Ólympíumeisturum Rússlands í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik. Norðmenn eru þó einnig ríkjandi heims- og Evrópumeistarar.
Það eru þó aðeins íþróttamennirnir sjálfir sem fá verðlaunapening um hálsinn á Ólympíuleikum og verða því þjálfararnir að láta sér heiðurinn duga.
Tengdar fréttir

Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt
Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið.

Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið.

Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun.

Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir
Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari.

Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.