Bjarni Jóhannsson hætti skyndilega sem þjálfari ÍBV um helgina en félagið tilkynnti það á laugardagsmorgun.
Bjarni kom ÍBV í bikarúrslitin í sumar en hefur unnið aðeins einn af átta síðustu deildarleikjum sínum. Fyrir vikið hefur liðið sogast niður í fallbaráttu deildarinnar og er nú fjórum stigum frá fallsæti.
Það bil gæti minnkað enn frekar í kvöld en ÍBV mætir Víkingi á útivelli en á sama tíma eigast við Fylkir og ÍA. Fylkismenn eru nú fjórum stigum á eftir Eyjamönnum en Fylkir vann einmitt 2-1 sigur á ÍBV í Eyjum á fimmtudagskvöld.
Sjá einnig: Bjarni Jóhannsson hættur með ÍBV
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, hefur ekki viljað tjá sig um málið eftir að tilkynningin var send og hafði lítið um það að segja í samtali við Vísi í dag.
„Ég vil helst ekki tjá mig um ástæður þess að hann hætti. Það verður að koma frá honum sjálfum,“ sagði Óskar en Bjarni fór sjálfur fram á að hætta með liðið.
„Við vildum halda honum,“ sagði Óskar.
Ekki hefur náðst í Bjarna Jóhannsson síðan að hann steig til hliðar sem þjálfari ÍBV.
ÍBV vildi halda Bjarna

Tengdar fréttir

Bjarni Jóhannsson hættur með ÍBV
Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla, en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Fylkir 1-2 | Albert Brynjar tryggði Fylki lífsnauðsynlegan sigur
Albert Brynjar Ingason tryggði Fylki afar mikilvægan 2-1 sigur á ÍBV í fallbaráttuslag í Pepsi-deild karla í kvöld.

Stórleikur í Krikanum | Hvað gera þjálfaralausir Eyjamenn?
Sextándu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum.