TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2016 14:34 Guðmundur gefur skipanir í úrslitaleiknum. vísir/anton TV2 í Danmörku slær því upp á vef sínum að til greina hafi komið að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi þjálfara danska handboltalandsliðsins aðeins níu dögum áður en liðið vann til gullverðlauna á leikunum. Hins vegar hafi leikmenn slegið þá hugmynd af borðinu og þar með bjargað starfi Guðmundar. Guðmundur vildi sjálfur ekki tjá sig um innihald fréttarinnar þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis. Hann tjáði sig heldur ekki við TV2 um málið. Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn danska handknattleikssambandsins hafa fundað með sex reyndustu leikmönnum liðsins - án Guðmundar. Var það daginn eftir leik Dana og Króata í riðlakeppninni, sem Danir töpuðu. Á þeim fundi hafi leikmenn verið spurðir að því hvort að þeir vildu Guðmund burt úr starfi landsliðsþjálfara en að því hafi leikmennirnir hafnað. Ulrik Wilbæk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og núverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að þetta sé einfaldlega lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki við orðið lygi en það stóð aldrei til að reka neinn,“ sagði Wilbæk við TV2. Sjá einnig: Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Hann neitar því ekki að hafa fundað með hópi leikmanna. „Já, þegar einhver biður um fund þá held ég fund. Og við höldum marga fundi á svona mótum.“ Wilbæk sagði þó að það hefði aldrei komið til tals að reka þjálfarann. „Nei, það var aldrei rætt. Spurningar voru bornar upp, þeim var svarað og svo haldið áfram. Það var talað um að bæta sig á þessum fundum og eftir þá voru allir ánægðir.“ TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að starf Guðmundar hafi hangið á bláþræði en enginn af þeim leikmönnum sem rætt var við vildi tjá sig um málið. Handbolti Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
TV2 í Danmörku slær því upp á vef sínum að til greina hafi komið að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi þjálfara danska handboltalandsliðsins aðeins níu dögum áður en liðið vann til gullverðlauna á leikunum. Hins vegar hafi leikmenn slegið þá hugmynd af borðinu og þar með bjargað starfi Guðmundar. Guðmundur vildi sjálfur ekki tjá sig um innihald fréttarinnar þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis. Hann tjáði sig heldur ekki við TV2 um málið. Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn danska handknattleikssambandsins hafa fundað með sex reyndustu leikmönnum liðsins - án Guðmundar. Var það daginn eftir leik Dana og Króata í riðlakeppninni, sem Danir töpuðu. Á þeim fundi hafi leikmenn verið spurðir að því hvort að þeir vildu Guðmund burt úr starfi landsliðsþjálfara en að því hafi leikmennirnir hafnað. Ulrik Wilbæk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og núverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að þetta sé einfaldlega lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki við orðið lygi en það stóð aldrei til að reka neinn,“ sagði Wilbæk við TV2. Sjá einnig: Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Hann neitar því ekki að hafa fundað með hópi leikmanna. „Já, þegar einhver biður um fund þá held ég fund. Og við höldum marga fundi á svona mótum.“ Wilbæk sagði þó að það hefði aldrei komið til tals að reka þjálfarann. „Nei, það var aldrei rætt. Spurningar voru bornar upp, þeim var svarað og svo haldið áfram. Það var talað um að bæta sig á þessum fundum og eftir þá voru allir ánægðir.“ TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að starf Guðmundar hafi hangið á bláþræði en enginn af þeim leikmönnum sem rætt var við vildi tjá sig um málið.
Handbolti Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira