Spánverjar enn án sigurs | Litháen og Argentína byrja vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:39 Marquinhos tryggði Brasilíu sigur á Spáni. vísir/getty Evrópumeistarar Spánar eru enn án sigurs eftir fyrstu tvo leikina á Ólympíuleikunum í Ríó.Spánverjar töpuðu fyrir Króatíu á ævintýralegan hátt í 1. umferð riðlakeppninnar og í gær tapaði Spánn með einu stigi, 66-65, fyrir heimaliðinu, Brasilíu. Marcus Vinicius Marquinhos tryggði Brasilíumönnum sigurinn þegar hann blakaði boltanum ofan í körfuna þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Brassar eru nú með tvö stig í B-riðli. Skömmu áður hafði Pau Gasol, skærasta stjarna Spánverja, klikkað á tveimur vítaskotum. Gasol var í vandræðum á vítalínunni í leiknum en hann hitti aðeins úr fimm af 12 vítum sínum. Gasol var þó stigahæstur í liði Spánar með 13 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og varði fjögur skot. Stigaskorið dreifðist vel hjá Brössum en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum. Marcelinho Huertas var þeirra stigahæstur með 11 stig.Mantas Kalnietis átti frábæran leik fyrir Litháa gegn Nígeríumönnum.vísir/gettyLitháar og Argentínumenn eru með fullt hús stiga í B-riðli. Litháen vann Nígeríu þökk sé góðum 3. leikhluta. Nígeríumenn voru fimm stigum yfir í hálfleik, 36-41, en Litháar, sem lentu í 2. sæti á EM í fyrra, tóku völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu 29-13. Lokatölur 89-80. Jonas Maciulis og Mantas Kalnietis voru stigahæstir í liði Litháa með 21 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 12 stoðsendingar. Ike Diogu var atkvæðamestur hjá Nígeríu með 19 stig og sjö fráköst. Nígeríumenn eiga enn eftir að vinna leik á ÓL en þeir mæta Spánverjum í næstu umferð.Argentínumenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Króatíu.vísir/gettyLuis Scola átti frábæran leik þegar Argentína bar sigurorð af Króatíu, 90-82. Scola skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir lið Argentínu sem stóðst áhlaup Króata á lokamínútunum. Argentínumenn, sem urðu Ólympíumeistarar fyrir 12 árum, leiddu með 17 stigum, 71-54, eftir fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða vöknuðu Króatar til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúm mínúta var eftir en Argentínumenn voru svalir á vítalínunni undir lokin og tryggðu sér átta stiga sigur. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, var atkvæðamestur í liði Króatíu með 19 stig, 10 fráköst og sjö stoðsendingar. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Evrópumeistarar Spánar eru enn án sigurs eftir fyrstu tvo leikina á Ólympíuleikunum í Ríó.Spánverjar töpuðu fyrir Króatíu á ævintýralegan hátt í 1. umferð riðlakeppninnar og í gær tapaði Spánn með einu stigi, 66-65, fyrir heimaliðinu, Brasilíu. Marcus Vinicius Marquinhos tryggði Brasilíumönnum sigurinn þegar hann blakaði boltanum ofan í körfuna þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Brassar eru nú með tvö stig í B-riðli. Skömmu áður hafði Pau Gasol, skærasta stjarna Spánverja, klikkað á tveimur vítaskotum. Gasol var í vandræðum á vítalínunni í leiknum en hann hitti aðeins úr fimm af 12 vítum sínum. Gasol var þó stigahæstur í liði Spánar með 13 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og varði fjögur skot. Stigaskorið dreifðist vel hjá Brössum en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum. Marcelinho Huertas var þeirra stigahæstur með 11 stig.Mantas Kalnietis átti frábæran leik fyrir Litháa gegn Nígeríumönnum.vísir/gettyLitháar og Argentínumenn eru með fullt hús stiga í B-riðli. Litháen vann Nígeríu þökk sé góðum 3. leikhluta. Nígeríumenn voru fimm stigum yfir í hálfleik, 36-41, en Litháar, sem lentu í 2. sæti á EM í fyrra, tóku völdin í 3. leikhluta sem þeir unnu 29-13. Lokatölur 89-80. Jonas Maciulis og Mantas Kalnietis voru stigahæstir í liði Litháa með 21 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 12 stoðsendingar. Ike Diogu var atkvæðamestur hjá Nígeríu með 19 stig og sjö fráköst. Nígeríumenn eiga enn eftir að vinna leik á ÓL en þeir mæta Spánverjum í næstu umferð.Argentínumenn þakka áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Króatíu.vísir/gettyLuis Scola átti frábæran leik þegar Argentína bar sigurorð af Króatíu, 90-82. Scola skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir lið Argentínu sem stóðst áhlaup Króata á lokamínútunum. Argentínumenn, sem urðu Ólympíumeistarar fyrir 12 árum, leiddu með 17 stigum, 71-54, eftir fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða vöknuðu Króatar til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í fjögur stig, 85-81, þegar rúm mínúta var eftir en Argentínumenn voru svalir á vítalínunni undir lokin og tryggðu sér átta stiga sigur. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, var atkvæðamestur í liði Króatíu með 19 stig, 10 fráköst og sjö stoðsendingar.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira