Þormóður: Super Bowl júdómanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2016 07:00 Þormóður í Ríó. vísir/anton Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. Þormóður Árni Jónsson hefur þurft að bíða í meira en viku í Ólympíuþorpinu eftir því að fara að keppa og það er óhætt að segja að hann sé farinn að hungra í átök. „Ég er búinn að bíða alveg nógu lengi og er farið að klæja í puttana að fá að slást. Þannig á það að vera. Þetta er bara flott,“ segir Þormóður. „Ég er mjög vel stemmdur og við erum búnir að liggja yfir þessu í vikunni. Það er allt eins og best verður á kosið. Það fer mjög vel um mig hérna í þorpinu og það gekk mjög vel að jafna sig á ferðlaginu. Nú er bara að taka á því,“ segir Þormóður. Þormóður mætir Pólverjanum Maciej Sarnacki í fyrstu glímu. „Hann er settur svona um miðbik af þeim keppendum sem eru hér. Það er ágætt því það eru allir sterkir hérna. Hann er kannski tveimur sentimetrum hærri en ég en ég held að ég hafi vinninginn í kílóunum. Ég hef þyngst svolítið upp á síðkastið,“ segir Þormóður sem vildi þyngja sig til að eiga meira í þessa stóru stráka sem hann er að keppa við. „Þetta er búið að vera jafnt og þétt síðustu tvö ár. Ég er búinn að vera að bæta aðeins meira í lappirnar og svona. Ég hef verið að styrkja fæturna og mér finnst það hafa hjálpað bæði í því að verjast og sækja, að hafa meiri styrk í fótunum,“ segir Þormóður og hann er jafn spenntur og áður fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Þetta er úrslitakeppnin og Super Bowl fyrir júdómenn. Það eru allir mættir hingað til að reyna að toppa og það er ekkert móment stærra en að verða Ólympíumeistari í júdó. Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íþróttum en hjá okkur er það alveg toppurinn,“ segir Þormóður. Þormóður er búinn að skoða Pólverjann vel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. Þeir þekkja því hans bestu brögð. „Ég veit að hann snýr hægri hliðinni að mér og það verður barátta um að reyna að ná innri stöðunni. Ég er með vinstri innar og hann er með hægri innar. Sá sem nær því er yfirleitt hættulegri. Það er yfirleitt erfiðara en það sýnist að ná því,“ segir Þormóður um mótherjann en bætir svo við: „Hann er örugglega búinn að liggja yfir mínum brögðum líka.“ Eitt er öruggt, að það eru mikil átök fram undan. „Í þungavigtinni virðist stundum vera lítið að gerast en þetta er algjörlega stál í stál. Þetta verður örugglega mikil barátta um tökin og stöður. Þetta kemur til með að vinnast þar,“ segir Þormóður, en hvað með möguleikana? „Á pappírunum er þessi lakari en sá sem ég keppti við síðast en hann er sennilega sterkari en sá sem ég keppti við í annarri lotu 2008. Hann er mjög öflugur. Ég var hársbreidd frá því að vinna þá glímu og ég hef glímt við hann og hef kastað þessum manni. Ég hef tekið á honum en það eru fjögur til fimm ár síðan. Það getur margt breyst á þeim tíma og reglurnar voru meira að segja aðeins öðruvísi,“ segir Þormóður. Fram undan er uppskera af tveggja ára vinnu hans. „Ég ætla að mæta tilbúinn til leiks og gefa ekkert eftir. Þetta verður vonandi langur dagur hjá mér. Ég er búinn að undirbúa mig í tvö ár og vonandi verður þetta eftirminnilegt og eins og best verður á kosið,“ sagði Þormóður að lokum. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Þormóður Árni Jónsson hefur endað í 17. sæti á síðustu tvennum Ólympíuleikum en mætir nú í þriðja sinn í uppgjörið á milli stóru strákanna í júdóinu. Keppni í þungavigtinni á Ólympíuleikunum í Ríó fer fram í dag. Þormóður Árni Jónsson hefur þurft að bíða í meira en viku í Ólympíuþorpinu eftir því að fara að keppa og það er óhætt að segja að hann sé farinn að hungra í átök. „Ég er búinn að bíða alveg nógu lengi og er farið að klæja í puttana að fá að slást. Þannig á það að vera. Þetta er bara flott,“ segir Þormóður. „Ég er mjög vel stemmdur og við erum búnir að liggja yfir þessu í vikunni. Það er allt eins og best verður á kosið. Það fer mjög vel um mig hérna í þorpinu og það gekk mjög vel að jafna sig á ferðlaginu. Nú er bara að taka á því,“ segir Þormóður. Þormóður mætir Pólverjanum Maciej Sarnacki í fyrstu glímu. „Hann er settur svona um miðbik af þeim keppendum sem eru hér. Það er ágætt því það eru allir sterkir hérna. Hann er kannski tveimur sentimetrum hærri en ég en ég held að ég hafi vinninginn í kílóunum. Ég hef þyngst svolítið upp á síðkastið,“ segir Þormóður sem vildi þyngja sig til að eiga meira í þessa stóru stráka sem hann er að keppa við. „Þetta er búið að vera jafnt og þétt síðustu tvö ár. Ég er búinn að vera að bæta aðeins meira í lappirnar og svona. Ég hef verið að styrkja fæturna og mér finnst það hafa hjálpað bæði í því að verjast og sækja, að hafa meiri styrk í fótunum,“ segir Þormóður og hann er jafn spenntur og áður fyrir því að keppa á Ólympíuleikunum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Þetta er úrslitakeppnin og Super Bowl fyrir júdómenn. Það eru allir mættir hingað til að reyna að toppa og það er ekkert móment stærra en að verða Ólympíumeistari í júdó. Ég veit ekki hvernig það er í öðrum íþróttum en hjá okkur er það alveg toppurinn,“ segir Þormóður. Þormóður er búinn að skoða Pólverjann vel ásamt þjálfara sínum, Bjarna Friðrikssyni. Þeir þekkja því hans bestu brögð. „Ég veit að hann snýr hægri hliðinni að mér og það verður barátta um að reyna að ná innri stöðunni. Ég er með vinstri innar og hann er með hægri innar. Sá sem nær því er yfirleitt hættulegri. Það er yfirleitt erfiðara en það sýnist að ná því,“ segir Þormóður um mótherjann en bætir svo við: „Hann er örugglega búinn að liggja yfir mínum brögðum líka.“ Eitt er öruggt, að það eru mikil átök fram undan. „Í þungavigtinni virðist stundum vera lítið að gerast en þetta er algjörlega stál í stál. Þetta verður örugglega mikil barátta um tökin og stöður. Þetta kemur til með að vinnast þar,“ segir Þormóður, en hvað með möguleikana? „Á pappírunum er þessi lakari en sá sem ég keppti við síðast en hann er sennilega sterkari en sá sem ég keppti við í annarri lotu 2008. Hann er mjög öflugur. Ég var hársbreidd frá því að vinna þá glímu og ég hef glímt við hann og hef kastað þessum manni. Ég hef tekið á honum en það eru fjögur til fimm ár síðan. Það getur margt breyst á þeim tíma og reglurnar voru meira að segja aðeins öðruvísi,“ segir Þormóður. Fram undan er uppskera af tveggja ára vinnu hans. „Ég ætla að mæta tilbúinn til leiks og gefa ekkert eftir. Þetta verður vonandi langur dagur hjá mér. Ég er búinn að undirbúa mig í tvö ár og vonandi verður þetta eftirminnilegt og eins og best verður á kosið,“ sagði Þormóður að lokum.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti