Jamaískur sigur í 100 metra hlaupi kvenna | Farah datt en vann samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2016 12:41 Thompson vann öruggan sigur í 100 metra hlaupinu. vísir/getty Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Elaine Thompson frá Jamaíku vann í nótt til gullverðlauna í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Landa hennar Shelly-Ann Fraser-Pryce þótti mjög sigurstrangleg en hún stefndi að því að vinna gull á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Fraser-Pryce náði hins vegar aðeins 3. sæti en Thompson sýndi mikinn styrk og kom fyrst í mark á 10,71 sekúndu sem er aðeins einu sekúndubroti frá hennar besta tíma. Tori Bowie frá Bandaríkjunum varð í 2. sæti á 10,83 sekúndum.Mo Farah hrósaði sigri í 10.000 metra hlaupi og varð þar með fyrsti breski frjálsíþróttamaðurinn sem vinnur til þrennra gullverðlauna á Ólympíuleikum. Farah missti fótana í miðju hlaupi eftir að Bandaríkjamaðurinn Galen Rupp rakst á hann. Farah lét það ekki á sig fá og kom fyrstur í mark á 27:05,17 mínútum, 47 sekúndubrotum á undan Paul Tanui frá Kenýa. Tamirat Tola frá Eþíópíu tók bronsið á 27:06,26. Bandaríkjamaðurinn Jeff Henderson vann til gullverðlauna í langstökki karla með stökki upp á 8,38 metra. Luvo Manyonga frá Suður-Afríku kom næstur, aðeins 0,01 metra á eftir Henderson. Bretinn Greg Rutherford endaði í 3. sæti en hann stökk 8,29 metra.Hin belgíska Nafi Thiam hafði betur gegn hinni bresku Jessicu Ennis-Hill í sjöþraut kvenna. Thiam fékk alls 6810 stig, 35 stigum á undan Ennis-Hill sem vann gull á heimavelli fyrir fjórum árum. Thiam endaði aðeins í 19. sæti í 800 metra hlaupinu, lokagreininni, en hún hafði komið sér í góða stöðu með því að vinna langstökkið og lenda í 3. sæti í spjótkastinu.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira