Þingmaður telur lykilatriði að Sigmundur Davíð þvælist ekki fyrir þingstörfum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 11:05 Páll og Sigmundur eru ósammála um hvor þeirra gæti þvælst fyrir þingstörfum. vísir Það er lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að formaður Framsóknarflokksins þvælist ekki fyrir. Svo ritar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Facebook-síðu sína. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í vor var tilkynnt í þinghúsinu að kjörtímabilið nú yrði stytt um eitt löggjafarþing. Síðan þá hefur verið vafi uppi um hvenær kosningar skyldu fara fram. Í síðustu viku var tilkynnt að kosningar myndu fara fram 29. október. Ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hafa talað um afleik stjórnarinnar í þessum efnum. Fastur kjördagur veiti stjórnarandstöðunni vopn og hún geti tafið þingstörf.Sjá einnig:Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Í frétt á vef RÚV í gær kom fram að til stæði að kynna frumvörp sem draga úr vægi verðtryggingar. „Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir að stjórnarandstaðan, vilji hún kosningar á þessum degi, þvælist ekki mjög mikið fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV af því tilfelli. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar. En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka,“ segir í áðurnefndri færslu Páls Vals en þar gerir hann umrædd ummæli Sigmundar að umræðuefni. „En nú er hann semsagt mættur, fjallbrattur sem fyrr og segir að það sé hugsanlega hægt að kjósa 29. okt ef stjórnarandstaðan verði ekki að flækjast fyrir. Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor.“ Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33 Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45 Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13 Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Það er lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að formaður Framsóknarflokksins þvælist ekki fyrir. Svo ritar Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Facebook-síðu sína. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra í vor var tilkynnt í þinghúsinu að kjörtímabilið nú yrði stytt um eitt löggjafarþing. Síðan þá hefur verið vafi uppi um hvenær kosningar skyldu fara fram. Í síðustu viku var tilkynnt að kosningar myndu fara fram 29. október. Ákveðnir þingmenn Framsóknarflokksins, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, hafa talað um afleik stjórnarinnar í þessum efnum. Fastur kjördagur veiti stjórnarandstöðunni vopn og hún geti tafið þingstörf.Sjá einnig:Sigurður Ingi: Sameiginleg sýn að kjósa 29. október Í frétt á vef RÚV í gær kom fram að til stæði að kynna frumvörp sem draga úr vægi verðtryggingar. „Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir að stjórnarandstaðan, vilji hún kosningar á þessum degi, þvælist ekki mjög mikið fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við RÚV af því tilfelli. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar. En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka,“ segir í áðurnefndri færslu Páls Vals en þar gerir hann umrædd ummæli Sigmundar að umræðuefni. „En nú er hann semsagt mættur, fjallbrattur sem fyrr og segir að það sé hugsanlega hægt að kjósa 29. okt ef stjórnarandstaðan verði ekki að flækjast fyrir. Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor.“
Alþingi Tengdar fréttir Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33 Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45 Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13 Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Þing kemur saman í dag: Forsætisráðherra flytur skýrslu um stöðu þjóðmála Formenn þingflokka Alþingis munu funda klukkan 11 í dag og verður þing sett klukkan 15. 15. ágúst 2016 07:33
Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. 3. júní 2016 13:45
Segir stjórnarmeirihlutann hæglega geta kallað saman nýtt þing og hætt við kosningar Gunnar Bragi Sveinsson er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni. 13. ágúst 2016 14:13
Telur að forsætisráðherra hefði átt að ræða dagsetningu kosninga við þingflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun fara yfir ákvörðun sína og fjármálaráðherra um fastsetningu kjördags hinn 29. október á þingflokksfundi Framsóknarmanna á morgun. 14. ágúst 2016 16:57