Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, er mættur til Ríó til að fylgjast með sínu fólki en bæði Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir keppa í þessari viku.
Freyr skellti sér á Ólympíuleikvanginn í gær eins og fleiri en þá fór fram þriðji keppnisdagurinn í frjáslum íþróttum á leikunum.
Usain Bolt skrifaði söguna í gær með því að vinna 100 metra hlaup karla á þriðju leikunum í röð en áður hafði Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk bætti 17 ára gamalt heimsmet Bandaríkjamannsins Michael Johnson.
Wayde van Niekerk kom í mark á 43,03 sekúndum en gamla heimsmet Michael Johnson frá 1999 var hlaup upp á 43,18 sekúndur.
Það var tilfinningarrík stund þegar Wayde van Niekerk fór til fjölskyldu sinnar eftir hlaupið og var þar faðmaður og kysstur í bak og fyrir.
„Þvílíkt og annað eins kvöld sem ég upplifði í Ríó í kvöld. Nýtt heimsmet í 400m hlaupi karla og Usain Bolt var önnur stjarna kvöldsins þegar hann vann 100m hlaupið. Það gerði upplifunina enn magnaðari að sitja rétt við rásmarkið í 100m, með fjölskyldu og þjálfara heimsmetshafans í 400m. Vá!!!," skrifaði Freyr inn á fésbókarsíðu sína.
Wayde van Niekerk hefur unnið þessa grein á tveimur síðustu heimsmeistaramótum en þetta voru hann fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum.
Frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna hefur byrjað frábærlega og Freyr og allir hinir eiga örugglega von á áframhaldandi veislu á næstu dögum.
Freyr formaður sat með fjölskyldu og þjálfara heimsmetshafans
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti

Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn



Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

