Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.
Lochte mætti í viðtal í dag þar sem hann lýsti atburðum gærdagsins.
Í gærmorgun sneri Lochte heim úr samkvæmi sem Brasilíumaðurinn Thiago Pereira hélt. Lochte fór heim í leigubíl ásamt þremur öðrum bandarískum sundmönnum. Þegar þeir voru á upp á hótel var leigubílinn stöðvaður og vopnaðir menn stigu út.
„Leigubílinn var stöðvaður og þessir gaurar komu út með lögreglumerki. Þeir tóku fram byssur og sögðu hinum sundmönnunum að leggjast á jörðina sem þeir gerðu,“ sagði Lochte sem hlýddi ekki og neitaði að leggjast niður.
Hann lét þó loks segjast þegar einn af ræningjunum beindi byssu að höfði hans. Ræningjarnir stálu veskjum af sundmönnunum en leyfðu þeim að halda skilríkjum og farsímum.
Lögreglan í Ríó ætlar að ræða við sundmennina á næstunni, í tengslum við rannsókn málsins.
Lochte er einn af fremstu sundmönnum seinna ára en hann bætti sjötta Ólympíugulli sínu í safnið á leikunum í Ríó. Hann var þá hluti af sigursveit Bandaríkjanna í 4x200 fjórsundi. Hinn 32 ára gamli Lochte hefur alls unnið til 12 verðlauna á Ólympíuleikum (sex gull, þrjú silfur og þrjú brons).
Lochte neitaði að hlýða ræningjunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti