Ekki einhugur innan stjórnar með frumvarp Illuga um breytingar á LÍN Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun mæla fyrir breytingum á Lánasjóði íslenskra námsmanna í þinginu í dag. Stjórnarandstaðan mun berjast gegn breytingum og ekki er einhugur innan Framsóknar um frumvarpið. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í menntamálanefnd þingsins, segist vera sáttur við margt en alls ekki allt. „Við þurfum að skoða hvort kerfið búi til ójafnræði milli einstaklinga eftir því hvaðan þeir koma. Einstaklingar í foreldrahúsum á höfuðborgarsvæðinu koma betur út úr þessu en þeir sem þurfa að flytjast búferlum til að mynda. Einnig er ég ósáttur við að verið sé að setja námsmenn inn í verðtryggt umhverfi þegar við viljum banna það í húsnæðismálum,“ segir Haraldur.vísir/ernir„Ég mun kalla eftir breytingum á frumvarpinu því við þurfum að laga þetta.“ Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona VG í allsherjar- og menntamálanefnd segir ólíklegt að frumvarpið verði klárað á þessu þingi. „Það er alveg ljóst að þetta eru stórar breytingar í kerfinu og því þurfum við að vanda okkur við lagasetninguna. Sá stutti tími sem eftir er af þessu þingi er líklega ekki nægur. Það er ekki sátt um málið og ef afgreiða á það í sátt þá þarf að gefa meiri tíma í svona stórt mál,“ segir Bjarkey.Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir, annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir margt gott í frumvarpinu en annað þurfi að skoða. Hún segir samfélagið ekki komið á þann stað að hægt sé að afnema verðtryggingu af námslánum þó unnið sé að því að draga úr vægi hennar í húsnæðismálum. „Auðvitað er þetta eitthvað sem við munum skoða en ég held að við séum ekki komin þangað sem samfélag.“ Alþingi Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun mæla fyrir breytingum á Lánasjóði íslenskra námsmanna í þinginu í dag. Stjórnarandstaðan mun berjast gegn breytingum og ekki er einhugur innan Framsóknar um frumvarpið. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í menntamálanefnd þingsins, segist vera sáttur við margt en alls ekki allt. „Við þurfum að skoða hvort kerfið búi til ójafnræði milli einstaklinga eftir því hvaðan þeir koma. Einstaklingar í foreldrahúsum á höfuðborgarsvæðinu koma betur út úr þessu en þeir sem þurfa að flytjast búferlum til að mynda. Einnig er ég ósáttur við að verið sé að setja námsmenn inn í verðtryggt umhverfi þegar við viljum banna það í húsnæðismálum,“ segir Haraldur.vísir/ernir„Ég mun kalla eftir breytingum á frumvarpinu því við þurfum að laga þetta.“ Bjarkey Gunnarsdóttir, þingkona VG í allsherjar- og menntamálanefnd segir ólíklegt að frumvarpið verði klárað á þessu þingi. „Það er alveg ljóst að þetta eru stórar breytingar í kerfinu og því þurfum við að vanda okkur við lagasetninguna. Sá stutti tími sem eftir er af þessu þingi er líklega ekki nægur. Það er ekki sátt um málið og ef afgreiða á það í sátt þá þarf að gefa meiri tíma í svona stórt mál,“ segir Bjarkey.Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir, annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir margt gott í frumvarpinu en annað þurfi að skoða. Hún segir samfélagið ekki komið á þann stað að hægt sé að afnema verðtryggingu af námslánum þó unnið sé að því að draga úr vægi hennar í húsnæðismálum. „Auðvitað er þetta eitthvað sem við munum skoða en ég held að við séum ekki komin þangað sem samfélag.“
Alþingi Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira