Gerði ógilt í tveimur fyrstu köstunum en vann samt gull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2016 16:43 Sandra Perkovic. Vísir/Getty Sandra Perkovic frá Króatíu vann í dag kringlukast kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó og fékk því gull í þessari grein á öðrum Ólympíuleikunum í röð. Sandra Perkovic kastaði lengst 69,21 metra eða tveimur og hálfum metra en næsta kona. Perkovic fékk silfur á HM í fyrra en hún er ósigruð í kringlukastinu á árinu 2016. Sandra Perkovic byrjaði þó ekki vel í úrslitunum því hún gerði ógilt í tveimur fyrstu köstunum sínum. Það þýddi að allt var undir í þriðja kasti en þar náði hún að kasta 69,21 metra sem síðan dugði henni á endanum til sigurs. Þetta var í raun eina gilda kastið hennar Perkovic í úrslitunum því hún gerði einnig ógilt í síðustu þremur köstum sínum í keppninni. Aðeins átta efstu eftir þrjú köst fengu að kasta þrisvar sinnum til viðbótar. Sandra Perkovic vann gullið á Ólympíuleikunum í London 2012 en hún kastaði þá lengst 69,11 metra sem var þá króatískt met. Perkovic hefur bætt það met síðan þá. Hin franska Melina Robert-Michon tryggði sér silfurverðlaunin í dag með því að setja nýtt franskt met en hún kastaði 66,73 metra. Robert-Michon varð í fimmta sæti á leikunum í London fyrir fjórum árum en hún er 37 ára og með því að vinna silfrið varð hún elsti franska verðlaunahafinn í frjálsum í sögu Ólympíuleikanna. Denia Caballero, heimsmeistarinn frá Kúbu síðan í Peking 2015, kastaði 65,34 metra og fékk bronsið. Kúba hefur nú eignast verðlaunahafa í kringlukasti kvenna á þremur leikum í röð.Vísir/GettyVísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira
Sandra Perkovic frá Króatíu vann í dag kringlukast kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó og fékk því gull í þessari grein á öðrum Ólympíuleikunum í röð. Sandra Perkovic kastaði lengst 69,21 metra eða tveimur og hálfum metra en næsta kona. Perkovic fékk silfur á HM í fyrra en hún er ósigruð í kringlukastinu á árinu 2016. Sandra Perkovic byrjaði þó ekki vel í úrslitunum því hún gerði ógilt í tveimur fyrstu köstunum sínum. Það þýddi að allt var undir í þriðja kasti en þar náði hún að kasta 69,21 metra sem síðan dugði henni á endanum til sigurs. Þetta var í raun eina gilda kastið hennar Perkovic í úrslitunum því hún gerði einnig ógilt í síðustu þremur köstum sínum í keppninni. Aðeins átta efstu eftir þrjú köst fengu að kasta þrisvar sinnum til viðbótar. Sandra Perkovic vann gullið á Ólympíuleikunum í London 2012 en hún kastaði þá lengst 69,11 metra sem var þá króatískt met. Perkovic hefur bætt það met síðan þá. Hin franska Melina Robert-Michon tryggði sér silfurverðlaunin í dag með því að setja nýtt franskt met en hún kastaði 66,73 metra. Robert-Michon varð í fimmta sæti á leikunum í London fyrir fjórum árum en hún er 37 ára og með því að vinna silfrið varð hún elsti franska verðlaunahafinn í frjálsum í sögu Ólympíuleikanna. Denia Caballero, heimsmeistarinn frá Kúbu síðan í Peking 2015, kastaði 65,34 metra og fékk bronsið. Kúba hefur nú eignast verðlaunahafa í kringlukasti kvenna á þremur leikum í röð.Vísir/GettyVísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Sjá meira