Trump vill Kalda stríðs kannanir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Donald Trump í ræðustól í Ohio á mánudag. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. Hann líkti þessu við „hugmyndafræðilega bakgrunnskönnun” sem stunduð var í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, en sagðist sjálfur kalla þetta öfgakönnun. „Við ættum ekki að hleypa neinum inn í landið nema þeim sem aðhyllast gildismat okkar,” sagði hann í ræðu á mánudag þar sem hann gerði grein fyrir áformum sínum um að loka landinu fyrir öllu fólki, sem hugsanlega gæti reynst hættulegt. „Strax og ég tek við embætti þá mun ég biðja utanríkisráðuneytið og heimavarnaráðuneytið um að gera lista yfir þau svæði, þar sem ekki er hægt að kanna einstaklinga nægilega vel,” sagði Trump í ræðu sinni. „Við munum hætta að afgreiða vegabréfsáritanir frá þessum svæðum þangað til ætla má að það verði óhætt í ljósi nýrra aðstæðna eða nýrra aðferða.” Í leiðara bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að ræðan hafi átt að sýna hve vel Trump sé í stakk búinn til að stjórna landinu. Honum hafi hins vegar ekki tekist vel upp: „Ræðan var langt frá því að vera skýr greining á þeirri ógn sem stafar af íslömskum öfgamönnum og hugsanleg áætlun um aðgerðir, heldur var hún samsafn af ruglingslegum og tilviljanakenndum hugmyndum sem sýndu ekki mikinn skilning á uppgangi Íslamska ríkisins og rákust oft á við sögulegar staðreyndir,” segir í leiðaranum. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. Hann líkti þessu við „hugmyndafræðilega bakgrunnskönnun” sem stunduð var í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, en sagðist sjálfur kalla þetta öfgakönnun. „Við ættum ekki að hleypa neinum inn í landið nema þeim sem aðhyllast gildismat okkar,” sagði hann í ræðu á mánudag þar sem hann gerði grein fyrir áformum sínum um að loka landinu fyrir öllu fólki, sem hugsanlega gæti reynst hættulegt. „Strax og ég tek við embætti þá mun ég biðja utanríkisráðuneytið og heimavarnaráðuneytið um að gera lista yfir þau svæði, þar sem ekki er hægt að kanna einstaklinga nægilega vel,” sagði Trump í ræðu sinni. „Við munum hætta að afgreiða vegabréfsáritanir frá þessum svæðum þangað til ætla má að það verði óhætt í ljósi nýrra aðstæðna eða nýrra aðferða.” Í leiðara bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að ræðan hafi átt að sýna hve vel Trump sé í stakk búinn til að stjórna landinu. Honum hafi hins vegar ekki tekist vel upp: „Ræðan var langt frá því að vera skýr greining á þeirri ógn sem stafar af íslömskum öfgamönnum og hugsanleg áætlun um aðgerðir, heldur var hún samsafn af ruglingslegum og tilviljanakenndum hugmyndum sem sýndu ekki mikinn skilning á uppgangi Íslamska ríkisins og rákust oft á við sögulegar staðreyndir,” segir í leiðaranum.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira