Trump vill Kalda stríðs kannanir Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Donald Trump í ræðustól í Ohio á mánudag. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. Hann líkti þessu við „hugmyndafræðilega bakgrunnskönnun” sem stunduð var í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, en sagðist sjálfur kalla þetta öfgakönnun. „Við ættum ekki að hleypa neinum inn í landið nema þeim sem aðhyllast gildismat okkar,” sagði hann í ræðu á mánudag þar sem hann gerði grein fyrir áformum sínum um að loka landinu fyrir öllu fólki, sem hugsanlega gæti reynst hættulegt. „Strax og ég tek við embætti þá mun ég biðja utanríkisráðuneytið og heimavarnaráðuneytið um að gera lista yfir þau svæði, þar sem ekki er hægt að kanna einstaklinga nægilega vel,” sagði Trump í ræðu sinni. „Við munum hætta að afgreiða vegabréfsáritanir frá þessum svæðum þangað til ætla má að það verði óhætt í ljósi nýrra aðstæðna eða nýrra aðferða.” Í leiðara bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að ræðan hafi átt að sýna hve vel Trump sé í stakk búinn til að stjórna landinu. Honum hafi hins vegar ekki tekist vel upp: „Ræðan var langt frá því að vera skýr greining á þeirri ógn sem stafar af íslömskum öfgamönnum og hugsanleg áætlun um aðgerðir, heldur var hún samsafn af ruglingslegum og tilviljanakenndum hugmyndum sem sýndu ekki mikinn skilning á uppgangi Íslamska ríkisins og rákust oft á við sögulegar staðreyndir,” segir í leiðaranum. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. Hann líkti þessu við „hugmyndafræðilega bakgrunnskönnun” sem stunduð var í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, en sagðist sjálfur kalla þetta öfgakönnun. „Við ættum ekki að hleypa neinum inn í landið nema þeim sem aðhyllast gildismat okkar,” sagði hann í ræðu á mánudag þar sem hann gerði grein fyrir áformum sínum um að loka landinu fyrir öllu fólki, sem hugsanlega gæti reynst hættulegt. „Strax og ég tek við embætti þá mun ég biðja utanríkisráðuneytið og heimavarnaráðuneytið um að gera lista yfir þau svæði, þar sem ekki er hægt að kanna einstaklinga nægilega vel,” sagði Trump í ræðu sinni. „Við munum hætta að afgreiða vegabréfsáritanir frá þessum svæðum þangað til ætla má að það verði óhætt í ljósi nýrra aðstæðna eða nýrra aðferða.” Í leiðara bandaríska dagblaðsins The New York Times segir að ræðan hafi átt að sýna hve vel Trump sé í stakk búinn til að stjórna landinu. Honum hafi hins vegar ekki tekist vel upp: „Ræðan var langt frá því að vera skýr greining á þeirri ógn sem stafar af íslömskum öfgamönnum og hugsanleg áætlun um aðgerðir, heldur var hún samsafn af ruglingslegum og tilviljanakenndum hugmyndum sem sýndu ekki mikinn skilning á uppgangi Íslamska ríkisins og rákust oft á við sögulegar staðreyndir,” segir í leiðaranum.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent