Aníta fann andann í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 06:00 Aníta er mætt á sínu fyrstu Ólympíuleika. vísir/anton Aníta Hinriksdóttir er aðeins tvítug en samt sem áður komin inn á sína fyrstu Ólympíuleika. Hún hefur þegar tekið þátt á HM og EM, bæði inni og úti, en núna er hún mætt á stærsta svið frjálsra íþrótta. „Já, ég er orðin spennt. Þetta er stórt skref fyrir mig,“ viðurkennir Aníta Hinriksdóttir þegar hún hitti undirritaðan í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru skref sem okkur langaði að taka. Þetta hefur gengið nokkuð vel og það er mjög stórt takmark að vera komin hingað,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu.Heimilislegt „Ég er mjög ánægð með undirbúninginn og það er gaman að fólk í millivegalengdum er að æfa mikið á svipuðum stöðum. Ég hef hitt þau nokkrum sinnum í ár og svo aftur hér. Það er gaman að hafa svona tengsl. Þetta er svo heimilislegt þegar maður kemur hingað,“ segir Aníta brosandi. „Mér finnst það mjög gaman og ég fæ heilmikið út úr því að vera í kringum þær,“ segir Aníta. Hún fór bæði til Suður-Afríku og Sviss til að undirbúa sig sem best fyrir leikana. „Við höfum verið í þeirri stöðu að geta farið í æfingabúðir á þeim stöðum sem við vorum búin að setja í planið, fyrir tveimur til þremur árum, að okkur langaði til að fara á. Við fórum til Suður-Afríku í kringum jól og áramót og síðan til St. Moritz í sumar,“ segir Gunnar Páll. „Hvort tveggja eru staðir þar sem fremstu millivegalengdahlaupararnir í Evrópu eru að fara til. Við erum því ekki bara að tala um æfingaaðstöðuna heldur einnig um andrúmsloftið. Okkur finnst mjög gaman að vera í þessu andrúmslofti og Aníta þrífst vel í því. Það heppnaðist mjög vel,“ segir Gunnar Páll.Aníta endaði í 8. sæti á EM fyrr á árinu.vísir/epaSátt við áttunda sætið á EM „Við vorum í töluverðri hæð. Það var andi í fjöllunum og ég var með góðan félagsskap,“ segir Aníta en fann hún vel fyrir að æfa í svona mikilli hæð? „Ég fann minna fyrir því en fólk vill meina að sé venjan. Maður fann aðeins fyrir þessu fyrstu dagana,“ segir Aníta. Aníta hefur þegar keppt á fimm heims- og Evrópumeistaramótum og er því ekki algjör nýliði á stórmótum þó að þetta séu fyrstu Ólympíuleikarnir. „Ég er komin með svolitla reynslu. Ég held að það hljóti að sogast inn í undirmeðvitundina að hafa verið áður á stórmótum,“ segir Aníta. Hún náði sínum besta árangri í fullorðinsflokki utanhúss þegar hún komst í úrslit á EM fyrr í sumar. „Ég var mjög sátt við að ná áttunda sætinu á EM. Það er enn þá meiri reynsla fyrir mig að hafa fengið að hlaupa úrslitahlaup á móti utanhúss því þau eru oftast sterkari,“ segir Aníta.Komin lengra Aníta er enn ung og ætti að geta farið á tvenna til þrenna Ólympíuleika til viðbótar gangi allt upp. „Það er stefnan núna að þetta verði bara fyrstu leikarnir af mörgum,“ segir Aníta. „Aníta er bara tvítug og í frjálsum á fólk að vera að ná fram sínu besta á aldrinum 24-30 ára. Á næstu Ólympíuleikum ætti hún að vera komin á besta aldurinn. Hún er tvítug í dag og maður gæti haldið að þetta væri bara ævintýri og það að upplifa að vera hér. Hún er hins vegar komin aðeins lengra af því að hún hefur keppt á það mörgum stórum mótum,“ segir Gunnar Páll. „Út af aðstæðum á Íslandi keppir hún mikið innanhúss og hún er búin að vera fimmta bæði á HM og EM inni. Það gefur henni líka sjálfstraust að vera búin að berjast við þessar elítukonur og standa sig,“ segir Gunnar Páll. „Ég held að það verði mjög erfitt að komast áfram. Það verður mjög krefjandi verkefni en það væri mjög gaman að ná því. Það eru nokkrar sem eru í allra besta klassanum en svo er opið fyrir nokkuð margar. Það væri klárlega mjög stórt fyrir mig að komast áfram,“ segir Aníta. Þjálfari hennar vill vera bjartsýnn á það að hún komist í undanúrslitin. „Miðað við styrkleikaröðun keppenda þá lítur þetta út fyrir að vera mjög erfitt en miðað við árangurinn á EM þá á hún allavega helmingsmöguleika. Ég vil vera hinum megin við strikið og segja að það séu jafnvel meiri möguleikar en minni á að komast upp úr riðlinum. Ég er þá að byggja það á árangrinum á EM miklu frekar en styrkleikaröðun mótshaldara,“ segir Gunnar Páll. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er aðeins tvítug en samt sem áður komin inn á sína fyrstu Ólympíuleika. Hún hefur þegar tekið þátt á HM og EM, bæði inni og úti, en núna er hún mætt á stærsta svið frjálsra íþrótta. „Já, ég er orðin spennt. Þetta er stórt skref fyrir mig,“ viðurkennir Aníta Hinriksdóttir þegar hún hitti undirritaðan í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru skref sem okkur langaði að taka. Þetta hefur gengið nokkuð vel og það er mjög stórt takmark að vera komin hingað,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu.Heimilislegt „Ég er mjög ánægð með undirbúninginn og það er gaman að fólk í millivegalengdum er að æfa mikið á svipuðum stöðum. Ég hef hitt þau nokkrum sinnum í ár og svo aftur hér. Það er gaman að hafa svona tengsl. Þetta er svo heimilislegt þegar maður kemur hingað,“ segir Aníta brosandi. „Mér finnst það mjög gaman og ég fæ heilmikið út úr því að vera í kringum þær,“ segir Aníta. Hún fór bæði til Suður-Afríku og Sviss til að undirbúa sig sem best fyrir leikana. „Við höfum verið í þeirri stöðu að geta farið í æfingabúðir á þeim stöðum sem við vorum búin að setja í planið, fyrir tveimur til þremur árum, að okkur langaði til að fara á. Við fórum til Suður-Afríku í kringum jól og áramót og síðan til St. Moritz í sumar,“ segir Gunnar Páll. „Hvort tveggja eru staðir þar sem fremstu millivegalengdahlaupararnir í Evrópu eru að fara til. Við erum því ekki bara að tala um æfingaaðstöðuna heldur einnig um andrúmsloftið. Okkur finnst mjög gaman að vera í þessu andrúmslofti og Aníta þrífst vel í því. Það heppnaðist mjög vel,“ segir Gunnar Páll.Aníta endaði í 8. sæti á EM fyrr á árinu.vísir/epaSátt við áttunda sætið á EM „Við vorum í töluverðri hæð. Það var andi í fjöllunum og ég var með góðan félagsskap,“ segir Aníta en fann hún vel fyrir að æfa í svona mikilli hæð? „Ég fann minna fyrir því en fólk vill meina að sé venjan. Maður fann aðeins fyrir þessu fyrstu dagana,“ segir Aníta. Aníta hefur þegar keppt á fimm heims- og Evrópumeistaramótum og er því ekki algjör nýliði á stórmótum þó að þetta séu fyrstu Ólympíuleikarnir. „Ég er komin með svolitla reynslu. Ég held að það hljóti að sogast inn í undirmeðvitundina að hafa verið áður á stórmótum,“ segir Aníta. Hún náði sínum besta árangri í fullorðinsflokki utanhúss þegar hún komst í úrslit á EM fyrr í sumar. „Ég var mjög sátt við að ná áttunda sætinu á EM. Það er enn þá meiri reynsla fyrir mig að hafa fengið að hlaupa úrslitahlaup á móti utanhúss því þau eru oftast sterkari,“ segir Aníta.Komin lengra Aníta er enn ung og ætti að geta farið á tvenna til þrenna Ólympíuleika til viðbótar gangi allt upp. „Það er stefnan núna að þetta verði bara fyrstu leikarnir af mörgum,“ segir Aníta. „Aníta er bara tvítug og í frjálsum á fólk að vera að ná fram sínu besta á aldrinum 24-30 ára. Á næstu Ólympíuleikum ætti hún að vera komin á besta aldurinn. Hún er tvítug í dag og maður gæti haldið að þetta væri bara ævintýri og það að upplifa að vera hér. Hún er hins vegar komin aðeins lengra af því að hún hefur keppt á það mörgum stórum mótum,“ segir Gunnar Páll. „Út af aðstæðum á Íslandi keppir hún mikið innanhúss og hún er búin að vera fimmta bæði á HM og EM inni. Það gefur henni líka sjálfstraust að vera búin að berjast við þessar elítukonur og standa sig,“ segir Gunnar Páll. „Ég held að það verði mjög erfitt að komast áfram. Það verður mjög krefjandi verkefni en það væri mjög gaman að ná því. Það eru nokkrar sem eru í allra besta klassanum en svo er opið fyrir nokkuð margar. Það væri klárlega mjög stórt fyrir mig að komast áfram,“ segir Aníta. Þjálfari hennar vill vera bjartsýnn á það að hún komist í undanúrslitin. „Miðað við styrkleikaröðun keppenda þá lítur þetta út fyrir að vera mjög erfitt en miðað við árangurinn á EM þá á hún allavega helmingsmöguleika. Ég vil vera hinum megin við strikið og segja að það séu jafnvel meiri möguleikar en minni á að komast upp úr riðlinum. Ég er þá að byggja það á árangrinum á EM miklu frekar en styrkleikaröðun mótshaldara,“ segir Gunnar Páll.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti