Ekkert Íslandsmet en gríðarlegar framfarir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. vísir/anton Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, er á því að hún hafi bætt sig mikið á síðustu þremur árum þrátt fyrir að hún hafi ekki náð að bæta Íslandsmetið sitt á þessum tíma. „Hún náði súper, súper árangri þegar hún setti Íslandsmetið. Mörgum finnst að hún hafi átt að bæta það á þessum þremur árum en hún fer þarna svona ung inn á topp 30 í heiminum með þeim árangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta setti Íslandsmet sitt á móti í Mannheim 30. júní 2013 en hún hljóp þá á 2:00,49 mínútum. „Ef þú skoðar þær sem voru stjörnurnar á þessum tíma eins og Mary Cain – hún var forsíðustúlka í Bandaríkjunum og aðeins betri en Aníta – og Jessicu Judd í Bretlandi þá komust þær báðar á HM 2013 en hvorug á HM 2015 og þær eru ekki hér. Að halda sig á þessu stigi er meira en að segja það eftir að hafa slegið svona rosalega í gegn í unglingaflokki. Það er meira en að segja það að halda svona súperárangri,“ segir Gunnar Páll. Aníta náði mjög góðu hlaupi á minningarmóti um Josef Odlozil i Prag í byrjun júní en þá var hún aðeins sex hundraðshlutum frá Íslandsmetinu. „Ég veit það að það sem hún hljóp í Prag er stutt frá metinu og þá voru fyrstu 200 metrarnir alltof hraðir. Ég veit að hún er í formi upp á met en maður veit aldrei um taktík og annað svona. Ég get hins vegar fullyrt það að hún er í formi upp á met,“ segi Gunnar Páll. „Þó að þú viljir setja met í svona hlaupi þá snýst þetta allt um að komast upp úr riðlinum og á næsta stig. Það er númer er eitt en það er ekki nokkur spurning að hún er í formi upp á met,“ endurtekur Gunnar Páll. Hann er mjög ánægður með á hvaða róli Aníta er og þó að tíminn hafi staðist áhlaup hennar þessi þrjú ár þá er hún betri hlaupari í dag. „Hún er núna búin að hlaupa miklu meira á móti topphlaupurum í alls konar taktík. Hún var svolítið með spretthlaupurunum í styrktarþjálfun í vetur. Það sem hefur gerst í þeim styrktaræfingum er að hlaupastaðan á henni er mun betri. Þó að metið hafi ekki fallið þá er hún búin að sýna gríðarlegar framfarir,“ segir Gunnar Páll.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Aníta fann andann í Ölpunum Aníta Hinriksdóttir verður í dag síðasti Íslendingurinn til að hefja keppni á ÓL í Ríó en þá verða hlaupnir undanriðlar í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta er yngst Íslendinganna en samt með reynslu af stórmótum. 17. ágúst 2016 06:00