Ástralir urðu nú rétt í þessu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Ríó.
Ástralir gerðu sér þá lítið fyrir og rústuðu Litháum, 90-64.
Ástralía var strax komin með afgerandi forystu í hálfleik, 48-30, og eftir 3. leikhluta var munurinn orðinn 27 stig, 70-43.
Litháar náðu aðeins að laga stöðuna í lokaleikhlutanum en það breytti engu um úrslitin. Lokatölur 90-64, Ástralíu í vil.
Patty Mills var stigahæstur í liði Ástrala með 24 stig en Aron Bynes kom næstur með 16 stig. Matthew Dellavedova skoraði 15 stig en hann og Mills gerðu samtals níu þriggja stiga körfur í leiknum.
Hjá Litháen var Antanas Kavaliauskas stigahæstur með 12 stig. Mantas Kalnietis gerði 12 stig en þeir Kavaliauskas voru einu leikmenn Litháa sem skoruðu meira en 10 stig í leiknum.
Ástralía mætir annað hvort Serbíu eða Króatíu í undnaúrslitunum.
Ástralir keyrðu yfir Litháa á leið sinni í undanúrslitin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti