Verkir í víðara samhengi Sóley J. Einarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Gerður er greinarmunur á bráðum og langvinnum verkjum: Þegar verkir halda áfram þrátt fyrir að hinn upprunalegi skaði eigi að vera gróinn þá kallast þeir verkir langvinnir. Miðað er við að verkirnir hafi staðið yfir lengur en í 3-6 mánuði. Af hverju finnum við þá áfram fyrir verkjum? Kenningar um miðlæga verkjanæmingu (central sensitization) útskýra viðvarandi verki á þann veg að líkaminn sé nú orðinn viðkvæmari en áður fyrir áreitum. Líkaminn er því farinn að bregðast við áreitum sem hann þoldi betur áður en verkirnir hófust. Þegar verkir eru orðnir langvinnir þá eru litlar líkur taldar á því að hægt sé að uppræta þá með öllu. Meðferð við langvinnum verkjum leggur því áherslu á að kenna fólki að lifa með verkjunum og auka þannig lífsgæðin. Viðurkenndur máti til að útskýra verkjaupplifun er með kenningunni um sársaukahliðið (Gate control theory). Samkvæmt henni eru skilaboð um verki send frá hrjáðum líkamshluta til heilans sem svo nemur verkina og gerir okkur meðvituð um verkina. Á þessari leið skilaboðanna er eins konar sársaukahlið sem opnast og lokast og hefur þannig áhrif á hversu sterk verkjaskilaboð ná til heilans. Í þessu liggur að hægt er að hafa áhrif á það hversu mikið sársaukahliðið opnast, þ.e. hversu mikla verki við upplifum, og þar kemur líf-sál-félagslega líkanið inn í myndina.Verkir geta leitt til svefnleysisLíf-sál-félagslega líkanið (Biopsychosocial model) er það skýringarmódel sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðlegu samtökin um rannsóknir á verkjum (IASP) mæla með í greiningu og meðferð á langvinnum verkjum. Módelið gerir ráð fyrir líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum áhrifaþáttum á verki, þ.e. þáttum sem hafa áhrif á opnun og lokun sársaukahliðsins. Sem dæmi um algenga neikvæða áhrifaþætti á verki eru bólgur, svefnraskanir, streita, þunglyndi og slæm fjárhagsleg staða. Þessir þættir hafa síðan áhrif hver á annan og geta breyst í vítahring. Til dæmis geta verkir leitt til svefnleysis sem veldur streitu sem svo mögulega leiðir til þunglyndis sem aftur eykur verkina og skerðir atvinnuþátttöku sem leiðir til slæmrar fjárhagsstöðu sem svo aftur eykur streituna og svefnleysið. Hér sést hversu verkir eru flókið fyrirbæri. Við erum ekki vélmenni sem geta endalaust fengið nýja varahluti og ábætta olíu. Við berum einnig keim af þeirri stöðu sem við erum í og andlegri líðan. Það er því nauðsynlegt að hlúa að manneskjunni sem heild þegar hún gengur í gegnum þrekraunir eins og langvinna verki.Markmiðið að auka lífsgæðiÞað er ekkert nýtt að sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamlega heilsu. Við þekkjum flest hvernig andleg spenna við álag tekur sér bólfestu í líkamlegu formi í öxlum og hnakka. Þegar langvinnir verkir þróast hins vegar eftir líkamlegt áfall, eins og brjósklos, getur einhver gert athugasemd við að kallað sé eftir sálfræðingi til að hjálpa. En það er í þeim tilfellum sem öðrum að spenna vegna álags bætir ekki ástandið. Eins og líf-sál-félagslega líkanið gerir ráð fyrir þá eykur spenna verkina og sársaukahliðið opnast upp á gátt. Sálfræðilegur þáttur verkja hefur lengi verið meðhöndlaður með hugrænni atferlismeðferð. Markmið meðferðarinnar er að auka lífsgæði fólks með margvíslegum aðferðum. Þar er sjónum meðal annars beint að þeim vítahring sem verður milli líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga og hegðunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orðin verða hins vegar fyrst til sem hugsanir og þær geta að hluta stýrt framvindu verkjavandans. Margs konar hugsanagildrur gera fólki erfiðara að fást við verkjavanda. Tökum sem dæmi Gísla sem fékk verk í bakið eftir klukkutíma garðvinnu. Gísli hugsaði með sér að augljóslega gæti hann ekkert unnið í garðinum, kastaði frá sér skóflunni og fór inn. Gísli hefur tilhneigingu til að alhæfa og hugsar að annaðhvort geti hann „allt eða ekkert“. Það fer illa saman við langvinna verki og leiðir til minni þátttöku í lífinu sjálfu. Minni virkni eykur svo verkjavandann. Mikilvægur áfangi í hugarfarsbreytingu gagnvart langvinnum verkjum er að taka lítil skref í rétta átt. Hvernig borðar maður fíl? – Jú, tekur einn bita í einu. Byrjaðu á því að vinna í garðinum í korter eða hitta vinina á kaffihúsi í hálftíma, taka þrjá diska úr uppþvottavélinni eða tíu mínútna göngutúr. Byrja smátt og smátt að lifa lífinu aftur. Það er fyrsta skrefið í að taka völdin af verkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Gerður er greinarmunur á bráðum og langvinnum verkjum: Þegar verkir halda áfram þrátt fyrir að hinn upprunalegi skaði eigi að vera gróinn þá kallast þeir verkir langvinnir. Miðað er við að verkirnir hafi staðið yfir lengur en í 3-6 mánuði. Af hverju finnum við þá áfram fyrir verkjum? Kenningar um miðlæga verkjanæmingu (central sensitization) útskýra viðvarandi verki á þann veg að líkaminn sé nú orðinn viðkvæmari en áður fyrir áreitum. Líkaminn er því farinn að bregðast við áreitum sem hann þoldi betur áður en verkirnir hófust. Þegar verkir eru orðnir langvinnir þá eru litlar líkur taldar á því að hægt sé að uppræta þá með öllu. Meðferð við langvinnum verkjum leggur því áherslu á að kenna fólki að lifa með verkjunum og auka þannig lífsgæðin. Viðurkenndur máti til að útskýra verkjaupplifun er með kenningunni um sársaukahliðið (Gate control theory). Samkvæmt henni eru skilaboð um verki send frá hrjáðum líkamshluta til heilans sem svo nemur verkina og gerir okkur meðvituð um verkina. Á þessari leið skilaboðanna er eins konar sársaukahlið sem opnast og lokast og hefur þannig áhrif á hversu sterk verkjaskilaboð ná til heilans. Í þessu liggur að hægt er að hafa áhrif á það hversu mikið sársaukahliðið opnast, þ.e. hversu mikla verki við upplifum, og þar kemur líf-sál-félagslega líkanið inn í myndina.Verkir geta leitt til svefnleysisLíf-sál-félagslega líkanið (Biopsychosocial model) er það skýringarmódel sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðlegu samtökin um rannsóknir á verkjum (IASP) mæla með í greiningu og meðferð á langvinnum verkjum. Módelið gerir ráð fyrir líkamlegum, sálfræðilegum og félagslegum áhrifaþáttum á verki, þ.e. þáttum sem hafa áhrif á opnun og lokun sársaukahliðsins. Sem dæmi um algenga neikvæða áhrifaþætti á verki eru bólgur, svefnraskanir, streita, þunglyndi og slæm fjárhagsleg staða. Þessir þættir hafa síðan áhrif hver á annan og geta breyst í vítahring. Til dæmis geta verkir leitt til svefnleysis sem veldur streitu sem svo mögulega leiðir til þunglyndis sem aftur eykur verkina og skerðir atvinnuþátttöku sem leiðir til slæmrar fjárhagsstöðu sem svo aftur eykur streituna og svefnleysið. Hér sést hversu verkir eru flókið fyrirbæri. Við erum ekki vélmenni sem geta endalaust fengið nýja varahluti og ábætta olíu. Við berum einnig keim af þeirri stöðu sem við erum í og andlegri líðan. Það er því nauðsynlegt að hlúa að manneskjunni sem heild þegar hún gengur í gegnum þrekraunir eins og langvinna verki.Markmiðið að auka lífsgæðiÞað er ekkert nýtt að sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamlega heilsu. Við þekkjum flest hvernig andleg spenna við álag tekur sér bólfestu í líkamlegu formi í öxlum og hnakka. Þegar langvinnir verkir þróast hins vegar eftir líkamlegt áfall, eins og brjósklos, getur einhver gert athugasemd við að kallað sé eftir sálfræðingi til að hjálpa. En það er í þeim tilfellum sem öðrum að spenna vegna álags bætir ekki ástandið. Eins og líf-sál-félagslega líkanið gerir ráð fyrir þá eykur spenna verkina og sársaukahliðið opnast upp á gátt. Sálfræðilegur þáttur verkja hefur lengi verið meðhöndlaður með hugrænni atferlismeðferð. Markmið meðferðarinnar er að auka lífsgæði fólks með margvíslegum aðferðum. Þar er sjónum meðal annars beint að þeim vítahring sem verður milli líkamlegra einkenna, hugsana, tilfinninga og hegðunar. Orð eru til alls fyrst segir máltækið en orðin verða hins vegar fyrst til sem hugsanir og þær geta að hluta stýrt framvindu verkjavandans. Margs konar hugsanagildrur gera fólki erfiðara að fást við verkjavanda. Tökum sem dæmi Gísla sem fékk verk í bakið eftir klukkutíma garðvinnu. Gísli hugsaði með sér að augljóslega gæti hann ekkert unnið í garðinum, kastaði frá sér skóflunni og fór inn. Gísli hefur tilhneigingu til að alhæfa og hugsar að annaðhvort geti hann „allt eða ekkert“. Það fer illa saman við langvinna verki og leiðir til minni þátttöku í lífinu sjálfu. Minni virkni eykur svo verkjavandann. Mikilvægur áfangi í hugarfarsbreytingu gagnvart langvinnum verkjum er að taka lítil skref í rétta átt. Hvernig borðar maður fíl? – Jú, tekur einn bita í einu. Byrjaðu á því að vinna í garðinum í korter eða hitta vinina á kaffihúsi í hálftíma, taka þrjá diska úr uppþvottavélinni eða tíu mínútna göngutúr. Byrja smátt og smátt að lifa lífinu aftur. Það er fyrsta skrefið í að taka völdin af verkjunum.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun