Aníta er komin með blóð á tennurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 07:00 „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hafa toppað sig á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Ríó í gær. Aníta kláraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti en hún hljóp í hraðasta riðlinum og átti ekki möguleika á tveimur efstu sætunum. Hún hljóp hins vegar það vel að aðeins nítján hlupu hraðar en hún í undanrásunum. „Mér finnst þetta fyrsta hlaup mitt á Ólympíuleikum hafi heppnast ágætlega,“ sagði Aníta hógvær eftir keppnina en hún mætti brosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina og það leyndi sér ekki að hún var sátt með sitt þrátt fyrir að sitja eftir í undankeppninni.Bætti metið um 35 sekúndubrot Aníta setti gamla Íslandsmetið þegar hún var sautján ára og hafði ekki náð að hreyfa við því í rúm þrjú ár þótt hún hafi tvisvar verið nálægt því fyrr í sumar. Nú bætti hún hins vegar metið um 35 sekúndubrot. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið var 2:00,49 mínútur. Aníta komst í úrslit á Evrópumótinu fyrr í sumar en nú komu inn margir gríðarlega sterkir hlauparar. „Það bættist inn hellingur af rosa sterkum stelpum og vonandi stend ég meira í þeim í framhaldinu,“ sagði Aníta en hún viðurkennir að hún hafi ekki búist við að tíminn væri svona góður þegar hún kom í markið. „Ég var svolítið hissa á tímanum. Ég hugsa ekki alveg skýrt í hlaupum en á síðustu 180 metrunum sá ég að það væri svolítið mikið sem ég þyrfti að vinna upp. Þess vegna var ég jafnvel hissa á tímanum. Mér leið vel í þessu hlaupi en vonandi kemur bráðum hlaup þar sem maður klárar allt úr sér,“ sagði Aníta. Hún var enn inni þegar hennar riðli lauk en þá voru enn fjórir riðlar eftir.Voru allar í fluggírnum „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta. Hún endaði í 2. sæti af þeim sem komust ekki áfram en af þeim hljóp aðeins hin 19 ára gamla Gudaf Tsegay frá Eþíópíu hraðar og hún átti bara eitt sekúndubrot á okkar konu. „Mér finnst eins og ég sá á leiðinni og fæ því aðeins blóð á tennurnar. Ég rosalega ánægð með Íslandsmetið,“ sagði Aníta og hún er ánægðari með árið 2016 en árið á undan. „Árið í ár hefur verið töluvert jákvæðara en árið í fyrra. Ég vil ekki vera að nota það sem afsökun en ég fékk aðeins aftan í lærið í fyrra. Svo er alltaf andi í öllum á Ólympíuári. Þetta er töluvert betra ár en það,“ segir Aníta. En hvernig var hennar fyrsta upplifun af því að keppa á Ólympíuleikum? „Þetta var mjög jákvæð upplifun fyrir mig og ég er mjög ánægð með það. Þetta var jafnvel jarðbundnara en ég hélt því að ég hélt að þetta yrði kannski svolítið yfirþyrmandi. Ég hafði heldur engu að tapa í þessu hlaupi. Ég vil auðvitað gera vel og svona en það var ekki eins mikil pressa á mér og öðrum,“ sagði Aníta. Hún viðurkenndi að það væri smá spennufall að vita af því að leikarnir væru búnir hjá sér.Tókýó 2020 næsta stóra markmið „Þetta eru Ólympíuleikar og svo allt í einu er það búið. Ég er hins vegar búinn að fá anda í mig og vonandi helst hann fram að næstu leikum,“ segir Aníta og hún ætlar að keppa á fleiri mótum í haust. „Fyrst þetta er á leiðinni hjá mér og gengur bara vel þá reyni ég kannski að ná tveimur hlaupum til viðbótar á árinu áður en tímabilið er búið,“ sagði hún. Aníta er bara tvítug og því gætu verið margir Ólympíuleikar í framtíð hennar. „Hver veit hvað ég næ að komast á marga Ólympíuleika? Eins og staðan er núna hjá mér þá eru Ólympíuleikarnir 2020 næsta risastóra markmið hjá mér,“ sagði Aníta að lokum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
„Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir eftir að hafa toppað sig á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Ríó í gær. Aníta kláraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti en hún hljóp í hraðasta riðlinum og átti ekki möguleika á tveimur efstu sætunum. Hún hljóp hins vegar það vel að aðeins nítján hlupu hraðar en hún í undanrásunum. „Mér finnst þetta fyrsta hlaup mitt á Ólympíuleikum hafi heppnast ágætlega,“ sagði Aníta hógvær eftir keppnina en hún mætti brosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina og það leyndi sér ekki að hún var sátt með sitt þrátt fyrir að sitja eftir í undankeppninni.Bætti metið um 35 sekúndubrot Aníta setti gamla Íslandsmetið þegar hún var sautján ára og hafði ekki náð að hreyfa við því í rúm þrjú ár þótt hún hafi tvisvar verið nálægt því fyrr í sumar. Nú bætti hún hins vegar metið um 35 sekúndubrot. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum en gamla metið var 2:00,49 mínútur. Aníta komst í úrslit á Evrópumótinu fyrr í sumar en nú komu inn margir gríðarlega sterkir hlauparar. „Það bættist inn hellingur af rosa sterkum stelpum og vonandi stend ég meira í þeim í framhaldinu,“ sagði Aníta en hún viðurkennir að hún hafi ekki búist við að tíminn væri svona góður þegar hún kom í markið. „Ég var svolítið hissa á tímanum. Ég hugsa ekki alveg skýrt í hlaupum en á síðustu 180 metrunum sá ég að það væri svolítið mikið sem ég þyrfti að vinna upp. Þess vegna var ég jafnvel hissa á tímanum. Mér leið vel í þessu hlaupi en vonandi kemur bráðum hlaup þar sem maður klárar allt úr sér,“ sagði Aníta. Hún var enn inni þegar hennar riðli lauk en þá voru enn fjórir riðlar eftir.Voru allar í fluggírnum „Ég horfði spennt á næstu tvo riðla en þá sá ég bara að þær voru allar í fluggír í dag,“ sagði Aníta. Hún endaði í 2. sæti af þeim sem komust ekki áfram en af þeim hljóp aðeins hin 19 ára gamla Gudaf Tsegay frá Eþíópíu hraðar og hún átti bara eitt sekúndubrot á okkar konu. „Mér finnst eins og ég sá á leiðinni og fæ því aðeins blóð á tennurnar. Ég rosalega ánægð með Íslandsmetið,“ sagði Aníta og hún er ánægðari með árið 2016 en árið á undan. „Árið í ár hefur verið töluvert jákvæðara en árið í fyrra. Ég vil ekki vera að nota það sem afsökun en ég fékk aðeins aftan í lærið í fyrra. Svo er alltaf andi í öllum á Ólympíuári. Þetta er töluvert betra ár en það,“ segir Aníta. En hvernig var hennar fyrsta upplifun af því að keppa á Ólympíuleikum? „Þetta var mjög jákvæð upplifun fyrir mig og ég er mjög ánægð með það. Þetta var jafnvel jarðbundnara en ég hélt því að ég hélt að þetta yrði kannski svolítið yfirþyrmandi. Ég hafði heldur engu að tapa í þessu hlaupi. Ég vil auðvitað gera vel og svona en það var ekki eins mikil pressa á mér og öðrum,“ sagði Aníta. Hún viðurkenndi að það væri smá spennufall að vita af því að leikarnir væru búnir hjá sér.Tókýó 2020 næsta stóra markmið „Þetta eru Ólympíuleikar og svo allt í einu er það búið. Ég er hins vegar búinn að fá anda í mig og vonandi helst hann fram að næstu leikum,“ segir Aníta og hún ætlar að keppa á fleiri mótum í haust. „Fyrst þetta er á leiðinni hjá mér og gengur bara vel þá reyni ég kannski að ná tveimur hlaupum til viðbótar á árinu áður en tímabilið er búið,“ sagði hún. Aníta er bara tvítug og því gætu verið margir Ólympíuleikar í framtíð hennar. „Hver veit hvað ég næ að komast á marga Ólympíuleika? Eins og staðan er núna hjá mér þá eru Ólympíuleikarnir 2020 næsta risastóra markmið hjá mér,“ sagði Aníta að lokum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti