Sveit Bandaríkjanna fær annað tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitum í 4x100 metra hlaupi.
Bandaríska sveitin keppti í undanúrslitunum fyrr í dag og klúðraði sínum málum þegar skipting á milli Allyson Felix og English Gardner misheppnaðist.
Þrátt fyrir þessi mistök fær bandaríska liðið, sem er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, annað tækifæri til að komast áfram seinna í kvöld.
Bandarísku stelpurnar þurfa þá að ná betri tíma en Kína (42,70) sem var með áttunda besta tímann í undanúrslitunum.
Sveit Jamaíku var með besta tímann í undanúrslitunum (41,79) en næst kom sveit Bretlands (41,93).
Bandaríska sveitin fær tækifæri til að bæta upp fyrir klúðrið í dag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar