Það er loksins farið að sjá fyrir endann á ævintýri nígeríska fótboltalandsliðsins sem er að reyna að komast til Brasilíu.
Liðið að spila sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum klukkan eitt aðra nótt en liðið er enn fast í Atlanta í Bandaríkjunum.
Flugvél liðsins stöðvaði þar og neitaði að fara lengra þar sem ekki var búið að greiða fyrir flugið.
Þess utan kvörtuðu leikmenn yfir því að vélin væri allt of þröng og liðið yrði að fá stærri vél. Sérstaklega þar sem ljóst væri að liðið myndi væntanlega ekki komast til Manaus í Brasilíu fyrr en nokkrum tímum fyrir leik.
Búið er að redda stærri og betri vél og hún á að fara í loftið þrettán tímum fyrir leik liðsins gegn Japan. Flugið tekur sjö tíma þannig að þreyttir Nígeríumenn lenda sex tímum fyrir leik.
Sjúkraþjálfarar verða um borð og verða á fullu að nudda leikmenn og sjá til þess að þeir verði í sem bestu standi við lendingu.
Nígeríumenn lenda rétt fyrir leik

Tengdar fréttir

Neita að fljúga nígeríska landsliðinu til Ríó
Nígeríska landsliðið í knattspyrnu verður væntanlega ekki komið til Brasilíu fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir sinn fyrsta leik.