Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en enn seinna hjá öðrum þjóðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2016 09:45 Frá æfingu fyrir setningarathöfnina sem fer fram í kvöld. Vísir/Getty Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Setningarathöfnin hefst klukkan 20.00 í kvöld að staðartíma í Ríó og allur heimurinn fylgist með í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þar á meðal verða margir Íslendingar en klukkan verður 23.00 á Íslandi þegar hátíðin fer í gang. Setningarathöfnin byrjar seint á Íslandi en hún byrjar enn seinna hjá öðrum þjóðum og hjá mörgum er ekki lengur föstudaginn 4. ágúst heldur kominn laugardagurinn 5. ágúst. Klukkan verður þannig orðin eitt eftir miðnætti í Danmörku og mörgum öðrum Evrópuþjóðum, hún verður sjö um morgun í Kína og á Fiji-eyjum verður kominn nýr dagur og aðeins klukkutími í hádegið. Bæði setningar- og lokaathöfn leikanna fer fram Maracana leikvanginum en hann mun síðan aðeins hýsa úrslitaleiki fótboltans. Frjálsar íþróttir, sem fara vanalega fram á sama velli og upphaf og endir leikanna, verða ekki á Maracana heldur á leikvanginum Estádio Olímpico Joao Havelange. Brasilíski leikstjórinn Fernando Meirelles og framleiðandinn Daniela Thomas eiga heiðurinn af setningarhátíðinni en hún mun aðeins kosta einn tíunda af því sem setningarathöfnin í London kostaði fyrir fjórum árum. Meirelles er þekktastur fyrir kvikmynd sína City of God sem fékk mikið lof fyrir og hann hefur þegar látið það frá sér að hann sjálfur hefði skammað sín fyrir allan þann pening sem Bretar eyddu í upphafshátíð leikanna 2012. "Ég er ánægður með að við séum ekki að eyða peningum eins og brjálæðingar. Ég er mjög sáttur með að hafa ekki mikið á milli handanna því það passar vel við það að lifa í Brasilíu í dag," sagði Fernando Meirelles. Setningarhátíðin mun taka yfir fjóra klukkutíma og stærsti tíminn fer í það þegar 206 þjóðir ganga fylltu liði inn á völlinni. Grikkir byrja að venju en svo koma þjóðirnar ein af annarri og er farið eftir stafrófsröð á portugölsku með tveimur undantekningum þó. Lið flóttamanna kemur næstsíðast inn á völlinn og á efrir þeim síðan heimamenn í Brasilíu sem ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti á þessum leikum.Setningarathöfnin byrjar klukkan 23.00 og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti