Mannlífið í fyrirrúmi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 10:15 Þrándur sá snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda. „Myndefnið er aðallega götur og torg í miðbænum, meðal annars úr Grjótaþorpinu en mannlífið er í fyrirrúmi,“ segir Þrándur Þórarinsson um efni sýningar hans Stræti, sem opnuð verður í dag klukkan 16 í Port verkefnarými að Laugavegi 23b. Þrándur er nýfluttur til landsins eftir fjögurra ára búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er líka að undirbúa stóra einkasýningu í Nordatlantens Brygge. Þemað er Kristjanía, nútímamyndir en í gömlum stíl. Ein myndin á Stræti er úr þeirri seríu. Þrándur kveðst hafa málað síðan í menntaskóla. „Ég var á myndlistarbraut í MA. Guðmundur Ármann var þar prímus mótor og leiddi mig fyrstu skrefin í þessu lagskipta málverki sem ég hef fengist við síðan. Þar byrjaði ég líka að leggjast yfir gömlu meistarana og klassíska málverkið sem kallaði sterkt á mig. Ég hef verið að teikna frá blautu barnsbeini og sá það snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda.“Fantasía af Hótel Íslandsplaninu.Þrándur komst í kynni við norska málarann Odd Nerdrum þegar hann flutti suður. Var svo heppinn að kunna norsku reiprennandi, enda hálfnorskur sjálfur. „Ég sá Odd vera að skjótast inn í Mál og menningu á Laugaveginum og gaf mig á tal við hann, það varð til þess að ég var nemandi hjá honum í nokkur ár. Þá bjó hann í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og þar voru stóru spurningarnar ræddar. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016. Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Myndefnið er aðallega götur og torg í miðbænum, meðal annars úr Grjótaþorpinu en mannlífið er í fyrirrúmi,“ segir Þrándur Þórarinsson um efni sýningar hans Stræti, sem opnuð verður í dag klukkan 16 í Port verkefnarými að Laugavegi 23b. Þrándur er nýfluttur til landsins eftir fjögurra ára búsetu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er líka að undirbúa stóra einkasýningu í Nordatlantens Brygge. Þemað er Kristjanía, nútímamyndir en í gömlum stíl. Ein myndin á Stræti er úr þeirri seríu. Þrándur kveðst hafa málað síðan í menntaskóla. „Ég var á myndlistarbraut í MA. Guðmundur Ármann var þar prímus mótor og leiddi mig fyrstu skrefin í þessu lagskipta málverki sem ég hef fengist við síðan. Þar byrjaði ég líka að leggjast yfir gömlu meistarana og klassíska málverkið sem kallaði sterkt á mig. Ég hef verið að teikna frá blautu barnsbeini og sá það snemma að langbestu teiknararnir voru málarar fyrri alda.“Fantasía af Hótel Íslandsplaninu.Þrándur komst í kynni við norska málarann Odd Nerdrum þegar hann flutti suður. Var svo heppinn að kunna norsku reiprennandi, enda hálfnorskur sjálfur. „Ég sá Odd vera að skjótast inn í Mál og menningu á Laugaveginum og gaf mig á tal við hann, það varð til þess að ég var nemandi hjá honum í nokkur ár. Þá bjó hann í gamla borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og þar voru stóru spurningarnar ræddar. Ég hefði ekki getað fengið betri kennara.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. ágúst 2016.
Menning Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira