Eygló Ósk: Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 09:00 Eygló með hinum verðlaunahöfunum í 100 m baksundi í desember. Vísir/AFP Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015, keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Framundan hjá henni er 100 metra baksund og verður hún annar Íslendingur sem keppir á leikunum á eftir Antoni Svein Mckee. Eygló Ósk hefur komist inn á A-lágmarki á tveimur Ólympíuleikum í röð en hún keppti einnig fyrir fjórum árum í London þá aðeins sautján ára gömul. „Ég komst síðast inn í apríl en nú hafði ég eitt ár meira og það hefur nýst mér vel. Ég þurfti ekkert að vera að stressa mig yfir því að ná lágmarkinu á síðustu stundu og gat þess í stað bara einbeitt mér að því að æfa mig," segir Eygló Ósk. „Ég er miklu reyndari núna og get núna núllstillt mig. Síðast var þetta svo rosalega stórt og maður var svo lítill eitthvað. Ég veit samt ekki hvort að ég get sagt að ég sé orðin vön því ég held að maður verði aldrei vanur svona stóru. Það er líka svo margt sem kemur að þessum Ólympíuleikum og ekki bara það að stinga sér í laugina," segir Eygló Ósk. Eygló hefur náð bestum árangri í 200 metra baksundinu og þetta er því ekki hennar besta grein sem hún spreytir sig á í dag. „Ég veit aldrei hvernig mér líður og hvernig ég æfi almennilega fyrr en á keppnisdegi þegar ég syndi mitt sund," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk vann tvö verðlaun á Evrópumótinu í stuttri laug í desember síðastliðnum en var ekki nógu ánægð með árangur sinn á EM í 50 metra laug í London í maí. „Ég var kominn með svolítið stórar væntingar eftir Evrópumótið í 25 metra laug. Það hjálpaði mér ekkert of mikið á EM í London. Ég ætlaði mér svo rosalega mikið og það kom mér inn í svolítið stress," sagði Eygló sem vann brons bæði í 100 og 200 metra baksundi á EM í 25 metra laig. „Þegar maður er búin að fá að smakka á þessu þá langar manni aftur í þetta. Að fá að standa á pallinum, þótt að þú heyrir ekki þinn eigin þjóðsöng. Ég fæ gæsahúð að hugsa um þetta því þetta var svo gaman. Ég held að ég hafi brosað í svona viku eftir þetta," sagði Eygló Ósk um bronsdagana í desember síðastliðnum. Hún á fína möguleika á því að komast í undanúrslitin sem fara fram eftir miðnætti á íslensum tíma. „Samkeppnin hér er rosaleg og ég get ekkert sagt fyrir fram eða ákveðið það fyrir fram að ég ætli mér að komast í þessi úrslit og þessi úrslit. Það þarf líka að koma í ljós hvað hinar stelpurnar ætla að gera. Það sem ég ætla að gera er að gera mitt besta og reyna að bæta minn tíma en svo kemur það bara í ljós hvort að það dugi mér inn eða ekki," segir Eygló Ósk. Hún er ekkert mjög ósátt við það að undanrásirnir séu komnar eftir hádegi og úrslitinséu þar með mjög seint um kvöld. „Ég er dálítið mikill nátthrafn," grínast Eygló með en bætir svo við: „Ég get ekki verið að hugsa of mikið út í þessa breytingu því ég get ekki breytt því. Ég þarf bara að stilla mig inn á þetta, mæta þegar ég þarf að mæta og synda þegar ég þarf að synda," segir Eygló Ósk. Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í fjórða riðli af fimm í 100 metra baksundinu og riðillinn hennar er settur á klukkan 13.11 eða klukkan 16.11 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira