Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni þegar Irina keppir í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 13:30 Irina Sazonova. Vísir/Anton Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Fimleikakonan Irina Sazonova skrifar nýjan kafla í Ólympíusögu Íslands í kvöld þegar hún keppir fyrst íslenskra fimleikakvenna á Ólympíuleikum. Irina Sazonova og Berglind Pétursdóttir hittu blaðamann Vísis í Ólympíuþorpinu í gær og fóru yfir vonir og væntingar sínar fyrir keppni kvöldsins. Irina er í sama hluta og bandarísku fimleikastjörnurnar og því má búast við mikilli stemmningu í fimleikahöllinni í kvöld. Berglind Pétursdóttir er flokkstjóri fimleikanna á Ólympíuleikunum í Ríó og hún er Irinu til halds og trausts. Líka þegar kemur að viðtölum við íslenska blaðamenn enda á Irina Sazonova talsvert í land að geta tjáð sig almennilega á íslensku og ekki talar hún ensku. Irina Sazonova reyndi samt að tala íslensku þegar hún hitti blaðamann í gær og það er fyrsta skrefið því ekki kann undirritaður stakt orð í rússnesku. „Ég er mjög spennt," segir Irina og hún segist þurfa nú að hugsa vel um sig á þeim klukkutímum sem eru fram að keppninni annað kvöld. „Ég þarf að passa vel að sofa vel og hvíla mig," segir Irina og allt hefur gengið vel hingað til. „Þegar ég var lítil stelpa þá dreymdi mig um að keppa á Ólympíuleikum. Núna er ég því rosalega glöð að fá tækifæri til þess," sagði Irina sem ætlar sér að komast á fleiri leika í framtíðinni. „Podium-æfingin gekk mjög vel og mér líður vel í keppnishöllinni," sagði Irina sem viðurkenndi alveg að dagurinn í gær hafi verið svolítið heitur og það geta fleiri Íslendingar í Ríó tekið undir það. „Ég hef sett stefnuna á því að ná 54 stigum og reyna að komast í 24 manna úrslitin," segir Irina metnaðafull en samkeppnin verður mikil. „Ég held að það verði mjög erfitt en það er samt alltaf möguleiki. Við sjáum til hvað gerist," segir Irina um keppni kvöldsins. Hún lætur ekkert trufla sig í Ólympíuþorpinu. „Ég vil ekkert hugsa um þessa hluti. Ég keppt hér í undankeppninni og veit að ég er að fara inn í fimleikasal þar sem ég þekki öll áhöldin. Það er það sem skiptir máli," sagði Irina. Kvöldið verður sögulegt fyrir íslenska fimleika. „Það er flott fyrir okkur að eiga loksins keppenda í fimleikum kvenna á Ólympíuleikum. Það ætti að skora fyrir okkur í fimleikunum á Íslandi," segir Berglind Pétursdóttir. Hún viðurkennir að það þurfi margt að ganga upp hjá Irinu ætli hún að ná því að vera ein af þeim 24 sem komast í úrslitin. „Það er alltaf von og maður á alltaf að reyna. Það skal samt viðurkennast að það verður svolítið erfitt fyrir hana að komast í úrslitin," segir Berglind. „Hún er vel undirbúin og nú þarf hún bara að eiga góðan dag. Hún þarf að vera í stuði og halda góðri einbeitingu," segir Berglind sem er margreyndur fimleikadómari en er einnig sjúkraþjálfari Irinu á leikunum. Hún sér því um að skrokkurinn verður klár í slaginn á morgun. „Við reynum að láta allt ganga upp. Hún fær ekkert að fara í sólbað, fer bara á æfingar, hvílist og nærist. Þannig verður bara hennar hlutverk fram að móti," segir Berglind. „Þetta er fjórði hópurinn af fimm sem keppa þennan dag. Irina er með bandarísku stúlkunum og Hollendingum og svo einstaklingum eins og hún er. Það er mjög skemmtilegur riðill og spennandi," segir Berglind. „Það er ekkert slæmt að vera í höllinni þegar bandarísku stelpurnar eru að keppa. Það verður örugglega titringur í fimleikahöllinni," segir Berglind.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira