Enski boltinn

Man Utd og Juventus hafa náð samkomulagi um kaupin á Pogba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba er á leið til Man Utd á nýjan leik.
Pogba er á leið til Man Utd á nýjan leik. vísir/getty
Manchester United og Juventus hafa loksins náð samkomulagi um kaupin á franska miðjumanninum Paul Pogba. The Guardian greinir frá.

Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, sagði í gær að Pogba myndi hefja æfingar með ítalska liðinu á mánudaginn en síðan þá hefur ýmislegt gerst í viðræðunum við United.

Pogba mun því gangast undir læknisskoðun hjá United á allra næstu dögum áður en kaupin geta gengið í gegn.

Talið er að United muni borga rúmar 100 milljónir punda fyrir Pogba sem verður þá dýrasti leikmaður allra tíma.

United mætir Bournemouth í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir viku. Óvíst er hvort Pogba muni taka þátt í þeim leik en hann hefur verið í fríi frá því að EM í Frakklandi lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×