Uppbyggingu siglt í strand Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Ekki er vitað hversu mikið nýfallnir dómar tefja fyrirhugaðar línulagnir Landsnets. vísir/vilhelm Stórar framkvæmdir við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi eru margar hverjar í biðstöðu eða komnar aftur á byrjunarreit. Á sama tíma er flutningur á raforku um landið langt frá því að vera ásættanlegur í landi þar sem gnægð raforku er að finna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets Fjórar mikilvægar línulagnir í flutningskerfinu eru nú í mikilli óvissu. Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi, er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stóriðju í Helguvík. Hún er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug með það að markmiði að byggja upp raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti að fara í eignarnám á jörðum sem svo var dæmt ógilt í maí síðastliðnum. Sama máli gegnir um Kröflulínu 4 í Mývatnssveit. Þar þarf að nást samkomulag við landeigendur eða krefjast eignarnáms á jörðum. Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu í Vogum var síðan afturkallað vegna ágalla í undirbúningi framkvæmdar og umhverfisráðuneytið stöðvaði Blöndulínu þrjú vegna ágalla í umhverfismati. Allt eru þetta línulagnir sem skipta miklu máli í flutningskerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki hægt að meta hversu miklar tafir verði á þessum framkvæmdum. „Dómarnir hafa komið okkur á óvart og við teljum að það þurfi að skoða lagaumhverfið með tilliti til skilvirkni og gagnsæis. Þetta er í takt við forgangsmál ríkisstjórnarinnar um að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni hennar,“ segir Steinunn. „Umhverfið í þessum málum er orðið mjög flókið og undirbúningur verkefnanna tekur mjög langan tíma. Á þessum langa tíma geta forsendur verkefna breyst og lagaumhverfið líka sem gerir undirbúninginn enn flóknari. Staðan er þannig að smæstu atriði geta haft mikil áhrif og oft lagatæknileg mál frekar en efnislegar niðurstöður.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, félags sem stendur vörð um íslenska náttúru og hefur náttúruvernd að leiðarljósi, segir vanda Landsnets heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta einfalt. Landsnet hefur þverskallast við að skoða möguleika á jarðstrengjum í línulögnum sínum og ekki viljað vinna nægilega með landeigendum og hagsmunaaðilum að málum. Þannig eru flest stóru málin strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi og segir stóriðju vera aðaldrifkraft þess að bæta þurfi raforkuflutningskerfið í landinu. „Við sjáum það að ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið. Hún er ástæða þess að verið er að fara í allar þessar framkvæmdir.“ Steinunn segir núverandi kerfi óviðunandi og að uppbygging sé nauðsynleg til að standa við Parísarsamkomulagið. „Landsnet hefur í mörg ár bent á að uppbygging á flutningskerfi raforku sé orðin mjög brýn og meðal annars að byggðalínan sé komin að þolmörkum. Í dag tapast mikil orka úr kerfinu og takmörkuð flutningsgeta leiðir til talsverðrar olíunotkunar,“ segir Steinunn. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Stórar framkvæmdir við uppbyggingu flutningskerfis raforku hér á landi eru margar hverjar í biðstöðu eða komnar aftur á byrjunarreit. Á sama tíma er flutningur á raforku um landið langt frá því að vera ásættanlegur í landi þar sem gnægð raforku er að finna. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets Fjórar mikilvægar línulagnir í flutningskerfinu eru nú í mikilli óvissu. Suðurnesjalína 2, frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel í Svartsengi, er mikilvæg vegna fyrirhugaðrar stóriðju í Helguvík. Hún er hluti af verkefninu Suðvesturlínur sem Landsnet hóf að undirbúa fyrir rúmum áratug með það að markmiði að byggja upp raforkukerfið á Suðvesturlandi. Þurfti að fara í eignarnám á jörðum sem svo var dæmt ógilt í maí síðastliðnum. Sama máli gegnir um Kröflulínu 4 í Mývatnssveit. Þar þarf að nást samkomulag við landeigendur eða krefjast eignarnáms á jörðum. Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu í Vogum var síðan afturkallað vegna ágalla í undirbúningi framkvæmdar og umhverfisráðuneytið stöðvaði Blöndulínu þrjú vegna ágalla í umhverfismati. Allt eru þetta línulagnir sem skipta miklu máli í flutningskerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ekki hægt að meta hversu miklar tafir verði á þessum framkvæmdum. „Dómarnir hafa komið okkur á óvart og við teljum að það þurfi að skoða lagaumhverfið með tilliti til skilvirkni og gagnsæis. Þetta er í takt við forgangsmál ríkisstjórnarinnar um að einfalda stjórnsýsluna og auka skilvirkni hennar,“ segir Steinunn. „Umhverfið í þessum málum er orðið mjög flókið og undirbúningur verkefnanna tekur mjög langan tíma. Á þessum langa tíma geta forsendur verkefna breyst og lagaumhverfið líka sem gerir undirbúninginn enn flóknari. Staðan er þannig að smæstu atriði geta haft mikil áhrif og oft lagatæknileg mál frekar en efnislegar niðurstöður.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, félags sem stendur vörð um íslenska náttúru og hefur náttúruvernd að leiðarljósi, segir vanda Landsnets heimatilbúinn. „Í grunninn er þetta einfalt. Landsnet hefur þverskallast við að skoða möguleika á jarðstrengjum í línulögnum sínum og ekki viljað vinna nægilega með landeigendum og hagsmunaaðilum að málum. Þannig eru flest stóru málin strand í dag,“ segir Guðmundur Ingi og segir stóriðju vera aðaldrifkraft þess að bæta þurfi raforkuflutningskerfið í landinu. „Við sjáum það að ef stóriðjan væri ekki svona aflfrek þá þyrfti lítið að laga flutningskerfið. Hún er ástæða þess að verið er að fara í allar þessar framkvæmdir.“ Steinunn segir núverandi kerfi óviðunandi og að uppbygging sé nauðsynleg til að standa við Parísarsamkomulagið. „Landsnet hefur í mörg ár bent á að uppbygging á flutningskerfi raforku sé orðin mjög brýn og meðal annars að byggðalínan sé komin að þolmörkum. Í dag tapast mikil orka úr kerfinu og takmörkuð flutningsgeta leiðir til talsverðrar olíunotkunar,“ segir Steinunn. Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16 Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. 13. maí 2016 20:16
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur