Annie Mist missti toppsætið eftir sjósundið | Sara synti hraðast af Íslendingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 16:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Daníel Íslenska crossfit fólkið fékk að glíma við sjósund í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit og þar gekk mikið á. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, kepptu á sama tíma þannig að þau voru að synda í einum hnapp og á móti ágætis öldum.Að neðan má sjá upptöku frá keppni í sjósundinu.Þetta snérist því ekki aðeins um að synda þessa fjarlægð heldur einnig um að þora og hafa betur í baráttu um stöðu í sjónum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum og var bæði á undan Björgvini Karli Guðmundssyni og hinum þremur íslensku stelpunum, þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Annie Mist Þórisdóttur. Eftir fyrstu grein dagsins eru allar íslensku stelpurnar meðal þeirra tuttugu fremstu í heildarkeppninni. Annie Mist hefur tvívegis sigrað á heimsleikunum en þurfti að hætta keppni á leikunum í fyrra.Vísir/StefánAnnie Mist Þórisdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki eftir fyrsta daginn í gær en hún varð í 22. sæti í sjósundinu og datt niður um fjögur sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku stelpunum. Hún varð í fjórða sæti í sjósundinu og hækkaði sig úr 5. sæti í heildarkeppninni upp í sæti fjögur. Ragnheiður Sara ef því efst af íslensku keppendunum eftir fyrstu fjórar greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ellefta besta tímanum og er nú komin upp í tíunda sæti eftir að hafa klikkað í annarri greininni í gær. Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær.Vísir/ValliÞuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í sjósundinu og það skilar henni í 19. sæti í heildarkeppninni. Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark á 7:28.23 mínútum en Ragnheiður Sara kom í mark á 7:38.22 mínútum eða aðeins tíu sekúndum seinna. Tími Katrínar Tönju var 8:42.78 mínútur, Þuríður Erla kom í mark á 8:54.95 mínútum og tími Annie Mist var 9:07.82 mínútur. Björgvin Karl Guðmundsson varð í sautjánda sæti hjá körlunum en hann kom í mark á 8:12.01 mínútum og var því hálfri mínútu á eftir Ragnheiði Söru. Björgvin Karl hækkaði sig um tvö sæti og er nú í fimmta sæti í heildarkeppninni. CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Íslenska crossfit fólkið fékk að glíma við sjósund í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit og þar gekk mikið á. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, kepptu á sama tíma þannig að þau voru að synda í einum hnapp og á móti ágætis öldum.Að neðan má sjá upptöku frá keppni í sjósundinu.Þetta snérist því ekki aðeins um að synda þessa fjarlægð heldur einnig um að þora og hafa betur í baráttu um stöðu í sjónum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum og var bæði á undan Björgvini Karli Guðmundssyni og hinum þremur íslensku stelpunum, þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Annie Mist Þórisdóttur. Eftir fyrstu grein dagsins eru allar íslensku stelpurnar meðal þeirra tuttugu fremstu í heildarkeppninni. Annie Mist hefur tvívegis sigrað á heimsleikunum en þurfti að hætta keppni á leikunum í fyrra.Vísir/StefánAnnie Mist Þórisdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki eftir fyrsta daginn í gær en hún varð í 22. sæti í sjósundinu og datt niður um fjögur sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku stelpunum. Hún varð í fjórða sæti í sjósundinu og hækkaði sig úr 5. sæti í heildarkeppninni upp í sæti fjögur. Ragnheiður Sara ef því efst af íslensku keppendunum eftir fyrstu fjórar greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ellefta besta tímanum og er nú komin upp í tíunda sæti eftir að hafa klikkað í annarri greininni í gær. Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær.Vísir/ValliÞuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í sjósundinu og það skilar henni í 19. sæti í heildarkeppninni. Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark á 7:28.23 mínútum en Ragnheiður Sara kom í mark á 7:38.22 mínútum eða aðeins tíu sekúndum seinna. Tími Katrínar Tönju var 8:42.78 mínútur, Þuríður Erla kom í mark á 8:54.95 mínútum og tími Annie Mist var 9:07.82 mínútur. Björgvin Karl Guðmundsson varð í sautjánda sæti hjá körlunum en hann kom í mark á 8:12.01 mínútum og var því hálfri mínútu á eftir Ragnheiði Söru. Björgvin Karl hækkaði sig um tvö sæti og er nú í fimmta sæti í heildarkeppninni.
CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57
Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45