Undir lok þátttöku Game of Thrones á Comic-Con í San Diego birtu framleiðendur þáttanna tveggja mínútna myndband á Twitter. Að mestu er verið að sýna frá gerð vopna og klæðnaðar, en yfir það eru spilaðar setningar úr sjöttu þáttaröð.
Myndbandið endar á því að handrit fyrir fyrsta þátt næstu þáttaraðar er kastað á borð og Tyrion Lannister segir: „Welcome home, my Queen“. Þá stendur að framleiðsla þáttaraðarinnar sé hafin.
#GoTSeason7https://t.co/4UbfJRtape
— Game Of Thrones (@GameOfThrones) July 22, 2016