Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst af íslensku stelpunum fyrir lokadaginn. Vísir/GVA Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir missti toppsætið í lokagrein fjórða dagsins í einstaklingskeppni kvenna á heimsleikunum í crossfit sem standa nú yfir í Kaliforníu en hún er ekki langt frá toppnum fyrir lokadaginn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti í heildarkeppninni og landa hennar Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sætinu. Tia-Clair Toomey komst upp í efsta sætið í lokagrein dagsins en er ekki með mikið forskot. Toomey er aðeins átta stigum á undan Katrínu Tönju og tólf stigum á undan Ragnheiði Söru. Þessar þrjár slitu sig aðeins frá næstu konum í síðustu tveimur greinunum og Samantha Briggs, sem var efst eftir fyrstu grein dagsins, er núna 54 stigum frá efsta sætinu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var efst af íslensku stelpunum í lokagrein fjórða dagsins en hún náði fimmta sætinu í æfingunni sem er með nafnið "100 prósent". Stelpurnar byrjuðu þar að hoppa 40 sinnum upp á háan kassa og lyfta svo 45 kílóa þungum æfingabolta yfir öxlina 20 sinnum. Þetta er hröð æfing en reynir mikið á. Ragnheiður Sara kláraði á 2:32.87 mínútum en Katrín Tanja Davíðsdóttir varð sjöunda á 2:33.96 mínútum. Eins og sjá má þá munaði bara rúmri sekúndu á þeim þannig að það mátti lítið útaf bera í þessari grein. Annie Mist varð í tíunda sæti í greininni á 2:39.00 mínútum og er nú í ellefta sæti í heildarkeppninni. Þuríður Erla Helgadóttir náði 31. besta tímanum á 3:17.04 mínútum og er í 17. sæti eftir tíu fyrstu greinarnar. Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta tímanum í tíundi greininni en hann kláraði á 3:01.04 mínútum og fékk fyrir það 76 stig. Björgvin Karl er í sjötta sæti í heildarkeppninni, 10 stigum frá fimmta sæti, 80 stigum frá öðru sæti og 240 stigum frá efsta sætinu en Mathew Fraser hefur fyrir löngu stungið af í þessari keppni. Ellefta grein og fyrsta grein lokadagsins er „Handstand Walk" þar sem keppendur ganga á höndum 85 metra leið á tíma. Keppni í þeirri grein hefst klukkan 15:50 að íslenskum tíma en strax á eftir verður keppt í greinunum „Suicide Sprint" og „The Plow" en síðasta greinin verður síðan í kvöld.Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á greinarnar þrjár í gær hér fyrir neðan.Svona gekk grein átta fyrir sig. Svona gekk grein níu fyrir sig. Svona gekk grein tíu fyrir sig
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sjá meira