Pítsustaður fór fram á leigugreiðslu af óánægðum viðskiptavini Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2016 13:54 Gamla smiðjan í Lækjargötu. Vísir/Stefán Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira