Félagar Merkel snúast gegn henni Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júlí 2016 07:00 Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands, og Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands. Fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í þýska CSU-flokknum, systurflokki stjórnarflokks Angelu Merkel kanslara sem heitir CDU, hafa nú í fyrsta sinn lagst harðlega gegn innflytjendastefnu kanslarans. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, og Joachim Herrmann, sem er innanríkisráðherra í Bæjaralandi, segja gróf ofbeldisverk nokkurra innflytjenda undanfarnar vikur þýða að nú verði að endurmeta stefnuna. Seehofer segir að árásir síðustu dagana sýni að hryðjuverk séu farin að taka á sig alveg nýjar myndir. Yfirvöld í Bæjaralandi verði nú að grípa til mjög ákveðinna öryggisráðstafana. „Allir okkar spádómar hafa reynst réttir,“ er haft eftir honum á fréttavef vikuritsins Der Spiegel. „Þess vegna tek ég ekki mark á efasemdaröddum.“ Og Herrmann segir að stefna hinna opnu landamæra megi ekki vera ráðandi, og vísaði þar með á bug þeirri stefnu sem Merkel boðaði þegar flóttafólk tók að koma í stórum stíl frá Sýrlandi yfir til Evrópu. Hún sagði alla velkomna sem í nauðum væru staddir, en hefur sætt gagnrýni af hálfu þeirra sem óttast að í röðum flóttafólks sé að finna hættulega ofbeldismenn. Herrmann krefst þess nú að auðveldara verði að vísa flóttafólki úr landi, hafi þeir gerst brotlegir við lög: „Það má heldur ekki vera bannað að tala um að vísa fólki aftur þangað sem ástandið er erfitt.“ Merkel hefur til þessa ekki mætt harðri mótstöðu innan systurflokkanna CSU og CDU. Og það eru ekki bara raddir innan CSU sem nú snúast gegn Merkel, heldur vildi Frank Henkel, innanríkisráðherra Berlínarborgar, greinilega kenna henni beint um ástandið: „Við höfum flutt inn gróft ofbeldisfólk.“ Fátt sameiginlegt með árásunumAðrir hafa þó viljað tala varlega og vara fólk við því að einfalda hlutina um of fyrir sér. „Vandamálin verða ekki leyst með því að kynda upp í æsingavélinni í hvert skipti sem eitthvað hræðilegt gerist,“ sagði Jan Korte, varaþingflokksformaður vinstriflokksins Die Linke. Fjórar árásir hafa verið gerðar í Þýskalandi á innan við viku, í Würzburg, München, Reutlingen og Ansbach, og samtals hafa þessar árásir kostað um tíu manns lífið og sent tugi manna á sjúkrahús, marga alvarlega særða og jafnvel í lífshættu. Ulrike Demmer, talskona þýsku ríkisstjórnarinnar, segir árásirnar ekkert tengdar innbyrðis. Ekki sé heldur að sjá að þær eigi mikið sameiginlegt. Þar að auki virðist ekki meiri líkur á því að hryðjuverkamenn komi úr röðum flóttafólks en úr röðum annarra íbúa landanna. „Fæstir þeirra hryðjuverkamanna sem hafa gert árásir í Evrópu undanfarna mánuði voru flóttamenn,“ sagði hún. Árásarmennirnir fjórir voru allir af erlendum uppruna og ungir að aldri. Tveir þeirra vildu tengja sig við Íslamska ríkið, einn var aðdáandi hins norska hryðjuverkamanns Anders Behring Breivik en einn virðist fyrst og fremst hafa ætlað að myrða vinkonu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira