Batman og Súperman eru að ná sáttum, á frekar furðulegan hátt, eftir að hafa næstum því drepið hvorn annan. Tilfinningarnar eru í hámarki og rödd Celine Dion sprengir skalann.
Einhverjir og þá jafnvel flestir kannast ekki við þetta atriði úr Batman V Superman, en það er svo sem ekkert skrítið. Sannleikurinn er þó sá að Dion gerir þetta skrítna atriði einstaklega hjartnæmt.
Celine a Scene er síða á Facebook þar sem lagi Dion úr Titanic, My heart will go on, er bætt við atriði úr frægum myndum og eftir á að hyggja er erfitt að átta sig á af hverju lagið er ekki í upprunalegum útgáfum myndanna.
Hér að neðan má sjá nokkur atriði frá Celine a Scene.