Putin: Ólympíugull ekki eins merkilegt afrek þegar það vantar Rússana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2016 13:45 Það verða óvenju fáir Rússar sem ganga inn á völlinn í setningarhátíð Ríó. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, hitti Ólympíulið Rússa í dag og hélt um leið ræðu þar sem hann var harðorður gagnvart aðgerðum sérsambandanna sem hafa sett marga rússneska íþróttamenn í bann í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro verða settir eftir rúma viku. Allir rússneskir frjálsíþróttamenn verða bannaðir frá leikunum sem og fjölmargir aðrir í öðrum íþróttagreinum. Vladimir Putin lítur á þessar aðgerðir sem mismunun og að Rússar munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Hann lofaði því að Rússar ætli að leita réttar síns. Fréttastofa TASS segir frá. Putin notaði líka sálfræði í ræðunni þegar hann reyndi að gera lítið úr Ólympíuleikum án Rússa. Stærsti hluti íþróttaheimsins er hins vegar á því að markviss og skipulögð ólögleg lyfjanotkun rússnesks íþróttafólks hefði átt að kalla á algjöra útilokun. Alþjóðaólympíunefndin var ekki tilbúin að ganga svo langt í að setja allsherjarbann á Rússa en setti það í hendurnar á hverju sérsambandi fyrir sig að ákveða hvort og þá hvaða Rússar fengju að keppa. „Það er augljóst að fjarvera rússnesks íþróttafólks í mörgum af íþróttagreinum leikanna minnkar styrkleika keppninnar og sér til þess að leikarnir verða ekki eins glæsilegir," sagði Vladimir Putin í ræðunni. „Ég held líka að kollegar okkar hjá stærstu íþróttaþjóðunum geri sér einnig grein fyrir því að gildi verðlauna þeirra verði ekki eins mikið. Það er eitt að vinna öflugan andstæðing en það er allt annað að vinna veikari andstæðinga. Slíkur sigur skilur eftir annað bragði í munni, kannski slæmt bragð," sagði Putin. „Skammsýnir pólitíkusar geta ekki einu sinni látið íþróttirnar í friði þrátt fyrir það að það eru þær sem sameinar fólk og eyðir út ríkjandi andmælum í samskiptum þjóða," sagði Putin. Vladimir Putin segir Rússa ekki sætta sig við það að Rússar, sem hafa sannað það að þeir séu hreinir, séu settir í bann. „Við sættum okkur aldrei við slíka mismunun. Þetta er mótsögn við undirstöðuatriði Ólympíuleikanna," sagði Putin. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hitti Ólympíulið Rússa í dag og hélt um leið ræðu þar sem hann var harðorður gagnvart aðgerðum sérsambandanna sem hafa sett marga rússneska íþróttamenn í bann í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro verða settir eftir rúma viku. Allir rússneskir frjálsíþróttamenn verða bannaðir frá leikunum sem og fjölmargir aðrir í öðrum íþróttagreinum. Vladimir Putin lítur á þessar aðgerðir sem mismunun og að Rússar munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Hann lofaði því að Rússar ætli að leita réttar síns. Fréttastofa TASS segir frá. Putin notaði líka sálfræði í ræðunni þegar hann reyndi að gera lítið úr Ólympíuleikum án Rússa. Stærsti hluti íþróttaheimsins er hins vegar á því að markviss og skipulögð ólögleg lyfjanotkun rússnesks íþróttafólks hefði átt að kalla á algjöra útilokun. Alþjóðaólympíunefndin var ekki tilbúin að ganga svo langt í að setja allsherjarbann á Rússa en setti það í hendurnar á hverju sérsambandi fyrir sig að ákveða hvort og þá hvaða Rússar fengju að keppa. „Það er augljóst að fjarvera rússnesks íþróttafólks í mörgum af íþróttagreinum leikanna minnkar styrkleika keppninnar og sér til þess að leikarnir verða ekki eins glæsilegir," sagði Vladimir Putin í ræðunni. „Ég held líka að kollegar okkar hjá stærstu íþróttaþjóðunum geri sér einnig grein fyrir því að gildi verðlauna þeirra verði ekki eins mikið. Það er eitt að vinna öflugan andstæðing en það er allt annað að vinna veikari andstæðinga. Slíkur sigur skilur eftir annað bragði í munni, kannski slæmt bragð," sagði Putin. „Skammsýnir pólitíkusar geta ekki einu sinni látið íþróttirnar í friði þrátt fyrir það að það eru þær sem sameinar fólk og eyðir út ríkjandi andmælum í samskiptum þjóða," sagði Putin. Vladimir Putin segir Rússa ekki sætta sig við það að Rússar, sem hafa sannað það að þeir séu hreinir, séu settir í bann. „Við sættum okkur aldrei við slíka mismunun. Þetta er mótsögn við undirstöðuatriði Ólympíuleikanna," sagði Putin.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Sjá meira