Engir Pokémonar í Ólympíuþorpinu: „Að öðru leyti er þetta magnað“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2016 15:30 Pikachu og félagar verða ekki í Ríó að horfa á Ólympíuleikana. vísir/getty/nintendo Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni eru Ólympíuliðin ekki sátt með aðstæður í Ólympíuþorpinu þar sem íþróttamennirnir, þjálfarar og fararstjórar munu gista á meðan leikunum stendur í Ríó. Ástralar eru sérstaklega óánægðir og segja klósettin stífluð í íbúðum íþróttamannanna og þá leka pípur og berir rafmagnsvírar sjást hér og þar. Borgarstjóranum í Ríó var ekkert skemmt yfir þessu „væli“ Ástrala og sagði ekki bara að Ólympíuþorp Brasilíumanna væri fallegra en þorpið í Sydney árið 2000, heldur ætlaði hann að setja kengúru fyrir utan hjá þeim svo liði eins og heima hjá sér. Bandaríska dýfingakonan Abby Johnston, sem vann til silfurverðlauna í samhæfðum dýfingum af þriggja metra palli í London fyrir fjórum árum, er líka ósátt en hennar vandamál tengist ekki húsnæðinu í þorpinu.Want to know the worst thing about the Olympic village? No @PokemonGoApp. Otherwise, it's incredible. — Abby Johnston (@AbbyLJohnston) July 26, 2016 Johnston er bara brjáluð yfir því að hún getur ekki veitt Pokémona í Ólympíuþorpinu og segir á Twitter-síðu sinni: „Viljið þið vita hvað er það versta við Ólympíuþorpið? Ekkert Pokémon Go. Að öðru leyti er þetta magnað.“ Þó Brasilíumenn og mótshaldarar í Ríó þurfi, að því virðist, að hysja upp um sig brækurnar þegar kemur að húsasmíðinni er ekki hægt að kenna þeim um Pokémon-leysið í þorpinu. Brasilía er nefnilega eitt þeirra landa sem getur ekki enn náð í Pokémon Go smáforritið. Kannski drífur Nintendo sig í að opna það fyrir brasilískan markað þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst. Eitthvað þurfa íþróttamennirnir nú að gera í frítíma sínum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Pokemon Go Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni eru Ólympíuliðin ekki sátt með aðstæður í Ólympíuþorpinu þar sem íþróttamennirnir, þjálfarar og fararstjórar munu gista á meðan leikunum stendur í Ríó. Ástralar eru sérstaklega óánægðir og segja klósettin stífluð í íbúðum íþróttamannanna og þá leka pípur og berir rafmagnsvírar sjást hér og þar. Borgarstjóranum í Ríó var ekkert skemmt yfir þessu „væli“ Ástrala og sagði ekki bara að Ólympíuþorp Brasilíumanna væri fallegra en þorpið í Sydney árið 2000, heldur ætlaði hann að setja kengúru fyrir utan hjá þeim svo liði eins og heima hjá sér. Bandaríska dýfingakonan Abby Johnston, sem vann til silfurverðlauna í samhæfðum dýfingum af þriggja metra palli í London fyrir fjórum árum, er líka ósátt en hennar vandamál tengist ekki húsnæðinu í þorpinu.Want to know the worst thing about the Olympic village? No @PokemonGoApp. Otherwise, it's incredible. — Abby Johnston (@AbbyLJohnston) July 26, 2016 Johnston er bara brjáluð yfir því að hún getur ekki veitt Pokémona í Ólympíuþorpinu og segir á Twitter-síðu sinni: „Viljið þið vita hvað er það versta við Ólympíuþorpið? Ekkert Pokémon Go. Að öðru leyti er þetta magnað.“ Þó Brasilíumenn og mótshaldarar í Ríó þurfi, að því virðist, að hysja upp um sig brækurnar þegar kemur að húsasmíðinni er ekki hægt að kenna þeim um Pokémon-leysið í þorpinu. Brasilía er nefnilega eitt þeirra landa sem getur ekki enn náð í Pokémon Go smáforritið. Kannski drífur Nintendo sig í að opna það fyrir brasilískan markað þar sem Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst. Eitthvað þurfa íþróttamennirnir nú að gera í frítíma sínum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Pokemon Go Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira