Borgarstjórinn í Ríó þreyttur á ÓL-liði Ástrala: "Set kengúru fyrir utan hjá þeim“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 09:30 Ólympíuþorpið. Engin kengúra enn. vísir/getty Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Ástralska Ólympíuliðið neitar að flytja inn í húsnæði sitt í Ólympíuþorpinu í Ríó þar sem það er ekki klárt. Að sögn Kitty Chiller, liðsstjóra Ástrala, eru klósettin stífluð, pípur leka og þá sjást berir rafmangsvírar hér og þar. Ástralar leita nú að lausnum ásamt mótshöldurum. Ástralska starfsliðið er löngu mætt til Ríó að gera allt klárt og gistir það á hóteli nálægt þorpinu en fyrstu íþróttamenn landsins eru væntanlegir til borgarinnar í dag og munu þeir gista á sama hóteli fyrstu dagana. Ólympíuþorpið lítur nokkuð glæsilega út á myndum en það kostaði Brasilíumenn einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Þar er 31 bygging sem allar hafa tennisvelli og einnig eru fótboltavellir og sjö sundlaugar. Þorpið mun hýsa 18 þúsund keppendur og aðstoðarmenn þeirra. Ástralar kvarta opinberlega yfir aðstæðum í íbúðum sínum á heimasíðu ástralska Ólympíusambandsins. Mótshaldarar hafa viðurkennt að örlitlir byrjunarörðuleikar eiga sér stað en verið er að vinna í þessu allan sólarhringinn fram að leikunum sem hefjast eftir ellefu daga. Borgarstjórinn í Ríó, Eduardo Paes, er þó lítt hrifinn af þessu tuði Ástrala og svaraði þeim með skætingi. „Ólympíuþorpið okkar er fallegra en það var í Sydney fyrir leikana árið 2000. Ég ætla að setja hoppandi kengúru fyrir utan hjá þeim þannig þeim líði eins og heima hjá sér,“ segir hann, að því fram kemur á vef BBC. Fleiri Ólympíulið hafa kvartað yfir aðstæðum og hafa sum þeirra ráðið sína eigin verkamenn; smiði, pípara og rafvirkja, til að koma húsnæðinu í lag áður en íþróttamennirnir mæta á svæðið.Eitt af herbergjum þorpsins.vísir
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira