Lárus: Algjör bylting fyrir afreksíþróttir á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 11:24 Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, segir frá nýja samningnum í dag. Vísir/ÓskarÓ Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti í dag tímamótasamning á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sérsambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ um samninginn í fréttatilkynningu frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands. „Margt afreksfólk hefur búið við það að meiri tími hefur farið í að fjármagna ferðir, þjálfarakostnað og uppihald heldur en að æfa og undirbúa sig fyrir keppnir. Við höfum eingöngu getað hjálpað þeim sem hafa náð miklum árangi, en umtalsverður kostnaður fylgir því að ferðast og keppa til að tryggja sér þátttökurétt á t.d. Ólympíuleikunum. Sá kostnaður lendir oft á tíðum að miklu leyti á keppandanum sjálfum,“ sagði Lárus. „Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma og samkvæmt því sem við höfum kannað er það oftar en ekki vegna erfiðleika við fjármögnun eða vanlíðan vegna fjárhagsáhyggja. Vonandi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhagslegum ástæðum,“ bætti Lárus við. Lárus telur samninginn mjög þýðingarmikinn fyrir íþróttastarf í landinu: „Hér er um algera byltingu fyrir afreksíþróttir að ræða og við þökkum ríkisvaldinu fyrir að hafa trú á því að árangur í íþróttum skipti þjóðina máli, og að það þurfi aukið fjármagn til að hann náist. Við erum nú komin mun nær því að geta byggt upp umgjörð fyrir afreksíþróttafólkið okkar í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þó við náum líklega aldrei alveg jafn góðum aðbúnaði og þær mun fjölmennari þjóðir. Þessi niðurstaða er árangur samningaviðræðna okkar til nokkurra ára og í kjölfar ítarlegrar greiningar á fjárþörf afreksíþrótta á Íslandi. Það sýndi sig þegar KSÍ náði að laga til umgjörðina sína utan um landslið sín að árangurinn kom fljótt í ljós. Við vonum að þessi auknu framlög í Afrekssjóð ÍSÍ muni gera öðrum sérsamböndum kleift að bæta umgjörðina utan um sína afreksmenn.“ „Til að fagna þessu skrefi vildum við formlega undirrita samninginn milli ÍSÍ og ríkisins í Laugardalnum í morgun. Við fengum landsliðsfólk, þjálfara og forsvarsfólk frá sérsamböndum ÍSÍ til að fjölmenna og fagna þessum tímamótasamningi," sagði Lárus að lokum. Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, kynnti í dag tímamótasamning á milli Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta og Ólympíusambands Íslands um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sérsambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ um samninginn í fréttatilkynningu frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands. „Margt afreksfólk hefur búið við það að meiri tími hefur farið í að fjármagna ferðir, þjálfarakostnað og uppihald heldur en að æfa og undirbúa sig fyrir keppnir. Við höfum eingöngu getað hjálpað þeim sem hafa náð miklum árangi, en umtalsverður kostnaður fylgir því að ferðast og keppa til að tryggja sér þátttökurétt á t.d. Ólympíuleikunum. Sá kostnaður lendir oft á tíðum að miklu leyti á keppandanum sjálfum,“ sagði Lárus. „Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma og samkvæmt því sem við höfum kannað er það oftar en ekki vegna erfiðleika við fjármögnun eða vanlíðan vegna fjárhagsáhyggja. Vonandi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhagslegum ástæðum,“ bætti Lárus við. Lárus telur samninginn mjög þýðingarmikinn fyrir íþróttastarf í landinu: „Hér er um algera byltingu fyrir afreksíþróttir að ræða og við þökkum ríkisvaldinu fyrir að hafa trú á því að árangur í íþróttum skipti þjóðina máli, og að það þurfi aukið fjármagn til að hann náist. Við erum nú komin mun nær því að geta byggt upp umgjörð fyrir afreksíþróttafólkið okkar í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þó við náum líklega aldrei alveg jafn góðum aðbúnaði og þær mun fjölmennari þjóðir. Þessi niðurstaða er árangur samningaviðræðna okkar til nokkurra ára og í kjölfar ítarlegrar greiningar á fjárþörf afreksíþrótta á Íslandi. Það sýndi sig þegar KSÍ náði að laga til umgjörðina sína utan um landslið sín að árangurinn kom fljótt í ljós. Við vonum að þessi auknu framlög í Afrekssjóð ÍSÍ muni gera öðrum sérsamböndum kleift að bæta umgjörðina utan um sína afreksmenn.“ „Til að fagna þessu skrefi vildum við formlega undirrita samninginn milli ÍSÍ og ríkisins í Laugardalnum í morgun. Við fengum landsliðsfólk, þjálfara og forsvarsfólk frá sérsamböndum ÍSÍ til að fjölmenna og fagna þessum tímamótasamningi," sagði Lárus að lokum.
Aðrar íþróttir Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira