Mikilvægasta kosningamálið Vigfús Bjarni Albertsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Kæri stjórnmálamaður/stjórnmálakona. Nú styttist í kosningar. Það eru krefjandi tímar fram undan hjá þér. Mig langar að biðja þig verðandi leiðtogi að kynna þér sérstaklega heilbrigðismálin í landinu og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægi þess fyrir heill landsins. Ég er með nokkrar hugmyndir fyrir þig sem gæti verið gott veganesti út í kosningarnar sem vonandi verða í haust. Ég held að það væri gott ráð fyrir þig að hitta sem flest heilbrigðisstarfsfólk og sjá og heyra í þeim beint hvernig vinnuaðstæður eru. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hvernig vinnuálaginu er háttað, hvernig aðstæður eru. Gott væri að spyrja þetta starfsfólk hvernig því líður og hvað það telur að sé mikilvægast að gera til að varðveita mannauðinn í þessum störfum. Ég held að þú munir heyra að margt af þessu fólki er þreytt og undir allt of miklu álagi. Það er mikilvægt fyrir þig, kæri leiðtogi, að huga að þessu. Annað mikilvægt atriði væri að þú talaðir beint við sjúklingahópa, það fólk sem þarf að nota heilbrigðiskerfið. Að þú spyrðir hvernig það er vera þiggjandi heilbrigðisþjónustunnar. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hverjar áhyggjurnar eru þegar kemur að því að vera þiggjandi þjónustunnar. Þú gætir líka hitt aðstandendur og spurt hvernig það er að vera með fólki í þeim aðstæðum sem heilbrigðiskerfið býður upp á því með hverjum sjúkling eru margir einstaklingar sem teljast til fjölskyldu viðkomandi. Það er gott fyrir þig, verðandi leiðtogi, að heyra sögurnar beint. Þú veist jafnvel og ég að að baki öllum tölum og umræðum um peninga eru persónulegar sögur. Sögur sem geyma tilfinningar, lífsreynslu, von og ótta. Það batna allir við að heyra slíkar sögur. Ég veit að þú vilt vel með framboði þínu, og að þekkja til lífsreynslu fólks eykur samúð þína sem er ekki síðri viska en hagvísindi. Það er ósk mín að þið, stjórnmálafólk þessa lands, gerið heilbrigðismálin að forgangsmáli og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið okkar. Gangi ykkur vel og varðveitið vel þá sýn að þið eruð í þjónustu við okkur almenning í því að búa til betra samfélag. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kæri stjórnmálamaður/stjórnmálakona. Nú styttist í kosningar. Það eru krefjandi tímar fram undan hjá þér. Mig langar að biðja þig verðandi leiðtogi að kynna þér sérstaklega heilbrigðismálin í landinu og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið og mikilvægi þess fyrir heill landsins. Ég er með nokkrar hugmyndir fyrir þig sem gæti verið gott veganesti út í kosningarnar sem vonandi verða í haust. Ég held að það væri gott ráð fyrir þig að hitta sem flest heilbrigðisstarfsfólk og sjá og heyra í þeim beint hvernig vinnuaðstæður eru. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hvernig vinnuálaginu er háttað, hvernig aðstæður eru. Gott væri að spyrja þetta starfsfólk hvernig því líður og hvað það telur að sé mikilvægast að gera til að varðveita mannauðinn í þessum störfum. Ég held að þú munir heyra að margt af þessu fólki er þreytt og undir allt of miklu álagi. Það er mikilvægt fyrir þig, kæri leiðtogi, að huga að þessu. Annað mikilvægt atriði væri að þú talaðir beint við sjúklingahópa, það fólk sem þarf að nota heilbrigðiskerfið. Að þú spyrðir hvernig það er vera þiggjandi heilbrigðisþjónustunnar. Það væri mikilvægt fyrir þig að heyra hverjar áhyggjurnar eru þegar kemur að því að vera þiggjandi þjónustunnar. Þú gætir líka hitt aðstandendur og spurt hvernig það er að vera með fólki í þeim aðstæðum sem heilbrigðiskerfið býður upp á því með hverjum sjúkling eru margir einstaklingar sem teljast til fjölskyldu viðkomandi. Það er gott fyrir þig, verðandi leiðtogi, að heyra sögurnar beint. Þú veist jafnvel og ég að að baki öllum tölum og umræðum um peninga eru persónulegar sögur. Sögur sem geyma tilfinningar, lífsreynslu, von og ótta. Það batna allir við að heyra slíkar sögur. Ég veit að þú vilt vel með framboði þínu, og að þekkja til lífsreynslu fólks eykur samúð þína sem er ekki síðri viska en hagvísindi. Það er ósk mín að þið, stjórnmálafólk þessa lands, gerið heilbrigðismálin að forgangsmáli og þá ekki síst Þjóðarsjúkrahúsið okkar. Gangi ykkur vel og varðveitið vel þá sýn að þið eruð í þjónustu við okkur almenning í því að búa til betra samfélag. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar