Háskólaleikmaður besti íþróttamaður Bandaríkjanna í flokki kvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 13:15 Breanna Stewart var besti íþróttamaður Bandaríkjanna í kvennaflokki á síðasta ári. vísir/getty Það kom bersýnilega í ljós á ESPYS-verðlaununum í gær hversu mikla áherslu Bandaríkjamenn leggja á háskólaíþróttir þegar körfuboltakonan Breanna Stewart var kjörin besti íþróttamaður Bandaríkjanna í flokki kvenna fyrir lokaárið sitt með Connecticut-háskólaliðinu. ESPYS-verðlaunin er árleg uppskeruhátíð bandarísks íþróttafólks en eins og nafnið gefur til kynna er það íþróttasjónvarpsstöðin ESPN sem heldur utan um verðlaunahátíðina. Breanna Stewart er 21 árs gömul körfuboltakona sem er eitt allra mesta efni sem sést hefur vestanhafs. Hún vann háskólatitilinn með Connecticut öll fjögur árin sín í skólanum og var langbesti leikmaðurinn á lokaárinu. Hún hlaut nafnbótina besti íþróttamaður kvenna í Bandaríkjunum á hátíðinni í Los Angeles í gær fyrir lokaárið sitt með Connecticut-skólanum. Hún var valin númer eitt í nýliðavalinu og á nú að baki ekki nema 20 leiki sem atvinnumaður í íþróttinni. Stewart hafði betur í kjörinu gegn Elenu Delle Donne, bestu körfuboltakonu Bandaríkjanna í dag sem var útnefnd besti leikmaður WNBA í fyrra, og Ólympíuförunum Simone Biles og Katie Ledecky. Ólympíufarin Ledecky vann fimm gull á HM í sundi í 50 metra laug í fyrra og Biles hefur orðið heimsmeistari í fimleikum undanfarin tvö ár. Munurinn á besta karlinum og bestu konunni á ESPYS-verðlaununum í gær er mikill því besti íþróttamaðurinn í karlaflokki var kjörinn LeBron James. Hann á að baki þrettán tímabil í NBA-deildinni og þrjá meistaratitla. Fimleikar Körfubolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Það kom bersýnilega í ljós á ESPYS-verðlaununum í gær hversu mikla áherslu Bandaríkjamenn leggja á háskólaíþróttir þegar körfuboltakonan Breanna Stewart var kjörin besti íþróttamaður Bandaríkjanna í flokki kvenna fyrir lokaárið sitt með Connecticut-háskólaliðinu. ESPYS-verðlaunin er árleg uppskeruhátíð bandarísks íþróttafólks en eins og nafnið gefur til kynna er það íþróttasjónvarpsstöðin ESPN sem heldur utan um verðlaunahátíðina. Breanna Stewart er 21 árs gömul körfuboltakona sem er eitt allra mesta efni sem sést hefur vestanhafs. Hún vann háskólatitilinn með Connecticut öll fjögur árin sín í skólanum og var langbesti leikmaðurinn á lokaárinu. Hún hlaut nafnbótina besti íþróttamaður kvenna í Bandaríkjunum á hátíðinni í Los Angeles í gær fyrir lokaárið sitt með Connecticut-skólanum. Hún var valin númer eitt í nýliðavalinu og á nú að baki ekki nema 20 leiki sem atvinnumaður í íþróttinni. Stewart hafði betur í kjörinu gegn Elenu Delle Donne, bestu körfuboltakonu Bandaríkjanna í dag sem var útnefnd besti leikmaður WNBA í fyrra, og Ólympíuförunum Simone Biles og Katie Ledecky. Ólympíufarin Ledecky vann fimm gull á HM í sundi í 50 metra laug í fyrra og Biles hefur orðið heimsmeistari í fimleikum undanfarin tvö ár. Munurinn á besta karlinum og bestu konunni á ESPYS-verðlaununum í gær er mikill því besti íþróttamaðurinn í karlaflokki var kjörinn LeBron James. Hann á að baki þrettán tímabil í NBA-deildinni og þrjá meistaratitla.
Fimleikar Körfubolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira