Hin pólitíska birtingarmynd Ellert B. Schram skrifar 19. júlí 2016 05:00 Um daginn sendi ég stutta grein til birtingar í Fréttablaðinu sem fjallaði um jafnaðarstefnuna og gildi hennar varðandi jafnan hlut og kjör, manna í milli. Minnti á kjör eldri borgara og þá hungurlús, sem þeim er ætluð til framfæris. Svo táknrænt gerðist það að nær samdægurs birtust niðurstöður kjararáðs um launahækkanir háttsettra formanna og forstöðumanna í opinbera kerfinu. Þær nema tugum prósenta (allt upp í nær 50% hækkun) og þar að auki marga mánuði aftur fyrir sig. Flestu af þessu fólki færðar á silfurfati hundruð þúsunda króna og rúmlega það. Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að yppa öxlum og segja að þessi vinnubrögð væru samkvæmt lögum. En nú hefur hann lagt til að fækka þeim sem njóta fyrirgreiðslu kjararáðs (einhvern tíma seinna) sem er sýnd veiði en ekki gefin. Lögin standa. Og launahækkanirnar. En hverjir eru það sem setja lögin, nema Alþingi og stjórnmálaflokkarnir sem þar ráða ríkjum? Hverjir voru það sem höfðu ekki efni á að hækka framfærslu eldri borgara um meir en 9,6%, frá og með síðustu áramótum (ekki aftur fyrir sig) og báru fyrir sig lögin og neysluvísitöluna? Með öðrum orðum er staðan þessi: Háttsettir ríkisforstjórar fá hækkun, (eina og sér) ofan á laun sín, á hverjum mánuði sem nemur nokkurn veginn sömu upphæð og eldra fólk fær frá almannatryggingum (ríkinu), að hámarki 190 þúsund krónur eftir skatt. Er þá ekki minnst á að ellilífeyrisþegar hafa þar að auki enga möguleika á að styrkja stöðu sína gagnvart tryggingakerfinu (og lögunum), því við hverja krónu sem fæst til viðbótar, dregst sama króna frá ellilífeyrinum. Þetta er fátæktargildran. Þetta eru lögin. Í þessum tölum, annars vegar í launum háttsettra embættismanna og hins vegar í tryggingarkerfi eldri borgara, sjáum við birtingarmynd þeirrar misskiptingar, þeirrar mannfyrirlitningar, sem blasir við í þessu „ríka“ samfélagi okkar. Birtingarmynd mismununar á ríkum og fátækum. Kannske er þetta skýrasta skilgreiningin og einkennið á þeim stjórnmálum og pólitískum valdhöfum sem loka augunum fyrir jafnræði og mannúð og hygla þeim efnuðu en hundsa þá fátæku. Þetta er birtingarmyndin, sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum, í afstöðu okkar til flokka og baráttumála, sem íslensk pólitík snýst um. Ákvörðunin um aum kjör eldri borgara eða brjálaðar kauphækkanir háttsettra forstöðumanna er pólitík dagsins. Viljum við halda áfram að hygla þeim ríku eða auka jafnræði og samkennd með þeim sem bera skarðan hlut frá borði? Hvernig slær hjarta okkar, í hvoru liðinu viljum við vera? Eigum að vera? Væri það ekki skrítin Ella, ef þjóðin yppti öxlum eins og ráðherrann og léti það sig engu varða þegar kjör hinna ríku eru margfölduð á sama tíma og þeir efnaminni lepja dauðann úr skel? Þetta snýst um fyrirgreiðslu annars vegar gagnvart ríka fólkinu og/eða hins vegar um virðingu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Þetta snýst um pólitískar áherslur. Þetta snýst um hvað og hvern við kjósum og styðjum, þegar þar að kemur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Skoðun Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Um daginn sendi ég stutta grein til birtingar í Fréttablaðinu sem fjallaði um jafnaðarstefnuna og gildi hennar varðandi jafnan hlut og kjör, manna í milli. Minnti á kjör eldri borgara og þá hungurlús, sem þeim er ætluð til framfæris. Svo táknrænt gerðist það að nær samdægurs birtust niðurstöður kjararáðs um launahækkanir háttsettra formanna og forstöðumanna í opinbera kerfinu. Þær nema tugum prósenta (allt upp í nær 50% hækkun) og þar að auki marga mánuði aftur fyrir sig. Flestu af þessu fólki færðar á silfurfati hundruð þúsunda króna og rúmlega það. Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að yppa öxlum og segja að þessi vinnubrögð væru samkvæmt lögum. En nú hefur hann lagt til að fækka þeim sem njóta fyrirgreiðslu kjararáðs (einhvern tíma seinna) sem er sýnd veiði en ekki gefin. Lögin standa. Og launahækkanirnar. En hverjir eru það sem setja lögin, nema Alþingi og stjórnmálaflokkarnir sem þar ráða ríkjum? Hverjir voru það sem höfðu ekki efni á að hækka framfærslu eldri borgara um meir en 9,6%, frá og með síðustu áramótum (ekki aftur fyrir sig) og báru fyrir sig lögin og neysluvísitöluna? Með öðrum orðum er staðan þessi: Háttsettir ríkisforstjórar fá hækkun, (eina og sér) ofan á laun sín, á hverjum mánuði sem nemur nokkurn veginn sömu upphæð og eldra fólk fær frá almannatryggingum (ríkinu), að hámarki 190 þúsund krónur eftir skatt. Er þá ekki minnst á að ellilífeyrisþegar hafa þar að auki enga möguleika á að styrkja stöðu sína gagnvart tryggingakerfinu (og lögunum), því við hverja krónu sem fæst til viðbótar, dregst sama króna frá ellilífeyrinum. Þetta er fátæktargildran. Þetta eru lögin. Í þessum tölum, annars vegar í launum háttsettra embættismanna og hins vegar í tryggingarkerfi eldri borgara, sjáum við birtingarmynd þeirrar misskiptingar, þeirrar mannfyrirlitningar, sem blasir við í þessu „ríka“ samfélagi okkar. Birtingarmynd mismununar á ríkum og fátækum. Kannske er þetta skýrasta skilgreiningin og einkennið á þeim stjórnmálum og pólitískum valdhöfum sem loka augunum fyrir jafnræði og mannúð og hygla þeim efnuðu en hundsa þá fátæku. Þetta er birtingarmyndin, sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum, í afstöðu okkar til flokka og baráttumála, sem íslensk pólitík snýst um. Ákvörðunin um aum kjör eldri borgara eða brjálaðar kauphækkanir háttsettra forstöðumanna er pólitík dagsins. Viljum við halda áfram að hygla þeim ríku eða auka jafnræði og samkennd með þeim sem bera skarðan hlut frá borði? Hvernig slær hjarta okkar, í hvoru liðinu viljum við vera? Eigum að vera? Væri það ekki skrítin Ella, ef þjóðin yppti öxlum eins og ráðherrann og léti það sig engu varða þegar kjör hinna ríku eru margfölduð á sama tíma og þeir efnaminni lepja dauðann úr skel? Þetta snýst um fyrirgreiðslu annars vegar gagnvart ríka fólkinu og/eða hins vegar um virðingu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Þetta snýst um pólitískar áherslur. Þetta snýst um hvað og hvern við kjósum og styðjum, þegar þar að kemur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar